Vertu memm

Freisting

Eyfirsk matargerð á Humarhúsinu

Birting:

þann


Ólafur Haukur Magnússon matreiðslumaður Humarhússins, Friðrik Valur Karlsson matreiðslumaður og eigandi Friðrik V á Akureyri og Helgi aðstoðamaður Friðriks

Það myndaðist strax hjá mér eftirvænting er ritstjóri Freisting.is spurði hvort ég gæti farið á Humarhúsið og smakkað á matseðli áðurnefnds matreiðslumeistara, og að auki mætti ég taka einn gest með mér og kom strax upp í hug mínum að þetta hefði meistari minn örugglega áhuga á sem og reyndin varð.

Við vorum mættir um sexleitið ég og Sigurvin, vel tekið á móti okkur og boðið til sætis og er maður hafði litið í kringum sig á staðnum, fann maður hvernig vellíðunar tilfinningin náði tökum á manni og finnst mér það til góðs fyrir staðinn.

Þá hófst máltíðin með að Friðrik kom sjálfur með diskana og útskýrði hvað væri á þeim og hvernig eldun væri á mismunandi hráefni og gekk svo út matseðillinn og fórst honum það einstaklega vel úr hendi enda vanur að vera inni í sal.

Hér kemur svo matseðillinn:


Forréttur
Norðlenskt hangikjöt með laufabrauði rauðrófum og grænum baunum

 


Fiskréttur
Ekta saltfiskur með hríseyskri bláskel, rófum og dökkri Kaldafroðu

 


Milliréttur
Krækiberjakrapís

 


Aðalréttur
Humarfyllt lambakóróna með mysuostaskorpu,
eyfirskum möndlukartöflum og fjallagrasasósu

 


Fordesert
Rúgbrauðssúpa með broddís

 


Eftirréttur
KEA heims SKYR

Ef þetta er ekki íslenskt eldhús þá er það ekki til, allir áttu þeir sammerkt réttirnir að smakkast afburðarvel og ekki hægt annað en að hrósa honum í hásterti fyrir og vonandi verður þetta til þess að fagmenn utan af landi komi með sýna heimabyggðar eldamennsku og hráefni til borgarinnar og höfuðborgarmenn heimsækji landsbyggðina og sýni þeim hvað sé heitast í borginni hverju sinni.

Viljum við á Freisting.is þakka fyrir okkur bæði til Friðriks og Humarhúsmanna fyrir ógleymalega kvöldstund í hjarta bæjarins.

Nokkrar myndir frá kvöldinu er hægt að skoða í myndasafninu með því að smella hér.
/ Almennar myndir / Friðrik – Humarhúsið

/Sverrir

Ljósmyndir tók Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið