Keppni
Evrópumeistaramótið í kokteilagerð – Grétar Matt: „að sjálfsögðu ætla ég mér taka bikarinn heim…“

Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari í kokteilagerð og Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands
Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands og Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari í kokteilagerð eru mættir til Tírana í Albaníu til þess að taka þátt á Evrópumeistaramótinu í kokteilagerð.
Keppt er í „Long Drink“ flokki og „flair“ en Ísland mun keppa í hinu fyrrnefnda. Grétar mun stíga á stokk í kvöld með drykkinn sinn „Mombay Mandarin“ en hann inniheldur Star of Bombay gin, Limoncello, mandarínu purée, eplasafa, Monin greip sýróp og salín salt upplausn.
Þá er hann skreyttur með lime berki, appelsínu berki, sítrónu berki, strám og kokteilpinna, en þetta er allt saman skorið og sett saman í fallega skreytingu.
„Ég er vel stemmdur fyrir kvöldinu og hlakka mikið til að stíga á svið“
segir Grétar og glottir og bætir við:
„að sjálfsögðu ætla ég mér taka bikarinn heim! Ég setti mér markmið í byrjun árs að ná 3 titlum þetta árið, Íslandsmeistaratitilinn sem er kominn í höfn, Evrópumeistaratitilinn í kvöld og svo Heimsmeistarann seinna í ár.“
Heimsmeistaramótið í kokteilagerð verður haldið í Róm í nóvember á þessu ári.
Hægt verður að fylgjast með Grétari á Instagram reikningi barþjónaklúbbsins, en þar fer fram bein útsending hér.
Mynd: aðsend

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun