Vertu memm

Keppni

Euroskills: Andrés Björgvinsson í matreiðslu hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur

Birting:

þann

Andrés Björgvinsson í matreiðslu hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur

Gunnar Guðmundsson, keppandi í iðnaðarrafmagni, vann til bronsverðlauna í sinni keppnisgrein á Euroskills 2025 sem fram fór í Herning í Danmörku í vikunni.

Verðlaunaafhending og lokahátíð keppninnar fór fram nú í kvöld. Gunnar hlaut 719 stig í keppninni. Annar varð Martin Riegler frá Austurríki með 721 stig en Philip Svensson frá Svíþjóð hlaut gullverðlaun með 737 stig.

Tveir íslenskir keppendur hlutu auk þess „medal of excellence“ fyrir framúrskarandi árangur. Það voru Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, sem keppti í húsarafmagni. Andrés varð níundi í matreiðslu en Daniel fimmti, að því er fram kemur á matvis.is.

Eftirfarandi kepptu fyrir Íslands hönd á Euroskills:

Matreiðslumaður Andrés Björgvinsson
Framreiðslumaður Daníel Árni Sverrisson
Bakari Guðrún Erla Guðjónsdóttir
Rafvirki Daniel Francisco Ferreira
Iðnaðarstýringar Gunnar Guðmundsson
Trésmíði Freyja Lubina Friðriksdóttir
Málmsuða Sigfús Björgvin Hilmarsson
Pípulagnir Ezekiel Jakob Hanssen
Grafísk miðlun Jakob Bjarni Ingason
Rafeindavirki Einar Örn Ásgeirsson
Hársnyrtiiðn Bryndís Sigurjónsdóttir
Málun Hildur Magnúsdóttir
Bifvélavirkjun Adam Stefánsson

Þúsundir aðstandenda og annarra áhorfenda hylltu verðlaunahafa í keppnishöllinni Boxen í Herning í kvöld en til gamans má geta að þar leikur danska landsliðið í handknattleik heimaleiki sína. Gríðarleg stemmning var í höllinni enda vel staðið að allri skipulagningu mótsins.

Keppt var í 38 iðn- og verkgreinum á Euroskills að þessu sinni en Íslendingar áttu fulltrúa í þrettán greinum. Að auki tóku fjórtán expertar þátt fyrir hönd Íslands en það eru þjálfarar keppenda sem jafnframt gegna hlutverki dómara í keppninni. Alls taldi hópurinn 41 einstakling.

Keppnisdagarnir voru þrír, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur, en keppendur höfðu undirbúið sig vikum og mánuðum saman í aðdraganda mótsins. Alls lögðu 103 þúsund gestir leið sína á Euroskills.

Poul Nyrup Rasmussen, formaður stjórnar keppninnar og fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sagði í ávarpi sínu við upphaf verðlaunaafhendingarinnar að allir keppendur væru sigurvegarar. Það væri sigur í sjálfu sér að ná þeim árangri að komast á Euroskills og taka þátt í keppninni.

Á morgun heldur íslenski hópurinn heim á leið en óhætt er að segja að íslenskir keppendur hafi verið landi og þjóð til sóma sem fánaberar sinna iðn- og verkgreina. Keppendur og expertar halda nú reynslunni ríkari til síns heima. Eftir situr ekki aðeins reynsla og þekking, heldur minningar sem endast ævilangt.

MATVÍS færir Gunnari, Andrési, Daniel og öðrum keppendum Íslands á Euroskills innilegar hamingjuóskir með árangurinn.

Á mánudaginn tekur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á móti hópnum á Bessastöðum.

Fleiri EuroSkills fréttir hér.

Mynd: Matvis.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið