Freisting
Eru sjónvarpsstöðvar að taka við sér?

Það er gleðiefni að sjá loksins faglærða matreiðslumenn stjórna matreiðsluþætti í sjónarpsstöðvum hér á íslandi, en í langan tíma hafa matreiðsluþættirnir verið með ófaglærðum einstaklingum sem sýna hvernig meðhöndla á hráefni og uppskriftir.
Nýi matreiðsluþátturinn sem um ræðir heitir Matarklúbburinn og er sýndur á Skjánum. Það er einn okkar fremstu matreiðslumönnum á íslandi sem stjórnar þeim þætti, en það er enginn en annar en hún Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðsins og meðlimur í kokkalandsliðinu.
Þarna er um að ræða virkilega skemmtilega þætti sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hrefna kennir áhorfendum að töfra fram einfalda og ljúffenga rétti og einnig eru sumir réttirnir í veitingahúsastíl, flóknir en þó útfærðir á einfaldan hátt.
Hægt er að nálgast þættina á vef Skjásins með því að smella hér
Matarklúbburinn eru á dagskrá á mánudagskvöldum kl. 20.30.
Þátturinn er síðan endursýndur á miðvikudögum kl. 7.30 að morgni og kl. 12.00 á hádegi, á fimmtudögum kl. 19.30 og á laugardögum kl. 17.30.
Heimasíða Fiskmarkaðsins: www.fiskmarkadurinn.is

Hrefna Rósa Sætran
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





