Vertu memm

Freisting

Eru sjónvarpsstöðvar að taka við sér?

Birting:

þann

Það er gleðiefni að sjá loksins faglærða matreiðslumenn stjórna matreiðsluþætti í sjónarpsstöðvum hér á íslandi, en í langan tíma hafa matreiðsluþættirnir verið með ófaglærðum einstaklingum sem sýna hvernig meðhöndla á hráefni og uppskriftir.

Nýi matreiðsluþátturinn sem um ræðir heitir Matarklúbburinn og er sýndur á Skjánum. Það er einn okkar fremstu matreiðslumönnum á íslandi sem stjórnar þeim þætti, en það er enginn en annar en hún Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðsins og meðlimur í kokkalandsliðinu.

Þarna er um að ræða virkilega skemmtilega þætti sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.  Hrefna kennir áhorfendum að töfra fram einfalda og ljúffenga rétti og einnig eru sumir réttirnir í veitingahúsastíl, flóknir en þó útfærðir á einfaldan hátt.

Hægt er að nálgast þættina á vef Skjásins með því að smella hér

Matarklúbburinn eru á dagskrá á mánudagskvöldum kl. 20.30.

Þátturinn er síðan endursýndur á miðvikudögum kl. 7.30 að morgni og kl. 12.00 á hádegi, á fimmtudögum kl. 19.30 og á laugardögum kl. 17.30.

Heimasíða Fiskmarkaðsins: www.fiskmarkadurinn.is

/Smári


Hrefna Rósa Sætran

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið