Keppni
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og verður yngri en 25 ára 1. nóvember 2026? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Ungkokkalandsliðið!
Nú er tækifærið Klúbbur matreiðslumeistara stefnir á að senda ungkokkalandslið á heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg í nóvember 2026.
Framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegu ævintýri.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji til að taka þátt í hópvinnu og tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Þjálfari Ungkokkalandsliðsins verður Daniel Cochran sem í dag starfar sem sölumaður hjá fyrirtækjasviði Innnes en starfaði áður Fiskmarkaðnum, Kolabrautinni, Apótek Grill og sem yfirmatreiðslumaður á Sushi Social. Hann var aðstoðarmaður með landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og var í liðinu á leikunum 2014.
Við leitum einnig að matreiðslumönnum og matreiðslunemum til að aðstoða landsliðin okkar við æfingar og keppnir.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á kokkalandslidid@kokkalandslidid.is
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort