Keppni
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og verður yngri en 25 ára 1. nóvember 2026? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og að ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Ungkokkalandsliðið!
Nú er tækifærið Klúbbur matreiðslumeistara stefnir á að senda ungkokkalandslið á heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg í nóvember 2026.
Framundan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegu ævintýri.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji til að taka þátt í hópvinnu og tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Þjálfari Ungkokkalandsliðsins verður Daniel Cochran sem í dag starfar sem sölumaður hjá fyrirtækjasviði Innnes en starfaði áður Fiskmarkaðnum, Kolabrautinni, Apótek Grill og sem yfirmatreiðslumaður á Sushi Social. Hann var aðstoðarmaður með landsliðinu á Ólympíuleikunum 2008 og var í liðinu á leikunum 2014.
Við leitum einnig að matreiðslumönnum og matreiðslunemum til að aðstoða landsliðin okkar við æfingar og keppnir.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected]
Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025







