Vertu memm

Frétt

Ertu að fara halda viðburð? Nýtt smáforrit fyrir viðburðahaldara

Birting:

þann

Skanni C-19

Embætti landlæknis hefur gefið út nýtt smáforrit sem hefur fengið heitið Skanni C-19. Tilgangurinn er að auðvelda viðburðahöldurum að staðfesta að vottorð um neikvæða niðurstöðu skimunar fyrir COVID-19 sé gilt, að því er fram kemur á vef embættis landlæknis.

Skanni C-19 er sérstaklega hannað til að auðvelda dyravörðum og öðrum sem sinna gæslu fyrir viðburði að sannprófa gildi vottorða á einfaldan og fljótvirkan hátt. Skanni C-19 les QR-kóða vottorðsins, hvort sem er af skjá eða af pappír, og staðfestir hvort vottorðið sé gilt eða ekki.

Þar sem Skanni C-19 er sérhannaður vegna takmarkana á fjöldasamkomum þá munu einungis þau vottorð teljast gild í Skanna C-19 forritinu sem staðfesta neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir COVID-19 (PCR-og hraðpróf). Bólusetningarvottorð, eða vottorð um fyrri veikindi, munu ekki teljast gild í forritinu.

Ef vottorðið er gilt þá birtist grænn flötur á skjáinn, en annars rauður flötur. Skanni C-19 les einnig nafn og fæðingardag vottorðshafans þannig að hægt sé að tengja vottorðshafa við önnur persónuskilríki.

Öll COVID-19 vottorð sem gefin eru út hér á landi með QR-kóða eru samræmd við evrópsku EU Digital COVID Certificate (EU DCC) vottorðin. Skanni C-19 mun því geta lesið COVID-19 vottorð frá þeim löndum sem gefa út EU DCC vottorð, en nú eru þau orðin 43 talsins.

Skanni C-19 geymir engar upplýsingar úr QR-kóða vottorðsins. Sannprófun á vottorðinu fer fram í smáforritinu sjálfu svo það þarf ekki tengingu við ytra kerfi þegar QR-kóðinn er lesinn og staðfestur.

Skanni C-19 er í boði ókeypis í smáforritaverslunum Play Store hjá Google og App Store hjá Apple.

Mynd: landlaeknir.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið