Keppni
Ert þú næsti þjálfari kokkalandsliðsins?
Ertu lærður matreiðslumaður með mikið keppnisskap, keppnisreynslu og skipulagshæfileika?
Kokkalandsliðið keppir á heimsmeistaramótinu í matreiðslu haustið 2022 og fram undan er strangt en skemmtilegt æfingaferli. Þjálfari kokkalandsliðsins þarf að hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt og stýra hópi matreiðslumanna í ógleymanlegri lífsreynslu sem gerir alla að enn betra fagfólki.
Allir sem hafa áhuga á að taka að sér verkefnið eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á [email protected] og þar fást einnig nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 22. janúar nk.
Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði