KM
Ert þú framúrskarandi?

Landslið Íslands í matreiðslu stendur á tímamótum um þessar mundir og verið er að vinna í að skipa nýtt kokkalandslið.
Landslið Íslands í matreiðslu er skipað í fjögur ár í senn og hafa nokkrir meðlimir lokið sinni þátttöku.
Framundan eru spennandi tímar hjá landsliðinu þar sem að liðið hefur verið að ná framúrskarandi árangri í hverri keppninni á fætur annarri, liðið náði sínum langbesta árangri á síðustu Ólympíuleikum þar sem það vann til tvennra gullverðlauna.
Miklar breytingar verða á allri umgjörð liðsins en sem dæmi má nefna verður (sér) landsliðsnefnd sem sér um allt utanumhald liðsins. Nefnd þessi samanstendur af þeim mönnum sem hafa starfað í liðinu í allt að tíu ár.
Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir nýjum meðlimum til viðbótar við þá sem halda áfram í liðinu.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um en allar umsóknir verða skoðaðar og þeim svarað.
Fullum trúnaði er heitið!
Eftirfarandi eru hæfniskröfur liðsins:
-
Vera útskrifaður matreiðslumaður, konditor eða bakari.
-
Hafa mikinn áhuga á keppnum og hafa tekið þátt í keppnum hérlendis eða erlendis.
-
Hafa eftirtektarvert orðspor.
-
Hafa 100% uppáskrifað samþykki vinnuveitanda.
-
Hafa framúrskarandi hæfileika í mannlegum samskiptum.
Fylgja þarf ferilskrá umsækjanda og lýsing á persónulegum hæfileikum og af hverju nefndin ætti að velja viðkomandi í liðið.
Áhugasamir sendið umsóknir ykkar á eftirfarandi veffang. [email protected]
Umsóknir skulu berast fyrir 26. apríl 2009.
Virðingarfyllst
Alfreð Ómar Alfreðsson
Forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





