Starfsmannavelta
Erfiðleikar hjá veitingastaðnum Ítalíu – Unnið er að því að gera upp launaskuldir fyrirtækisins
Kona sem starfaði í þrjá mánuði hjá veitingastaðnum Ítalíu á inni 370.000 króna launagreiðslu hjá fyrirtækinu sem átti að berast um síðustu mánaðamót. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu þar sem launagreiðslur töfðust sífellt.
Svona hefst frétt á dv.is, en þar segir konan í samtali við DV að þrír aðrir starfsmenn séu í svipaðri stöðu. Á mannlif.is segir að eigandi veitingastaðarins Ítalía á Frakkarstíg í Reykjavík, skuldar nokkrum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum laun og vekur athygli á því að einn þeirra stígur fram undir nafni og vill fá launin sín.
„Við lentum í því í opnuninni með fullt hús yfir helgi að loftræstikerfið bilaði og sló út laugardag og sunnudag, trekk í trekk, húsið fylltist af reyk og slökkviliðið kom. Núna er loksins búið að ráða bót á því. Ég held að síðasta helgi hafi verið fyrsta helgin sem gekk áfallalaust hjá okkur. Það er bara fyrir einhverja klikkhausa að standa í þessu,“
sagði Elvar við DV á föstudag og hét því að laun verður gerð upp á næstunni.
Sjá einnig: Ítalía flytur frá Laugaveginum yfir á Frakkastíg
Það er ljóst að eigandi Ítalíu vinnur að því að gera upp launaskuldir fyrirtækisins, en konan sem greint var frá í upphafi fréttar fékk gert upp hjá Ítalíu laust eftir hádegi í dag.
Mynd: italia.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni11 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar10 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






