Pistlar
Er Siggi Hall góður kokkur?
Ég var að lesa matreiðslubækur um daginn í þeim tilgangi að fræðast um matreiðslumenn og skrifa um þá fyrir Veitingavefinn, ég fór þá að hugsa hvort það væri ekki komin tími til að skrifa eitthvað um íslenska matreiðslumenn og um leið og ég leit upp frá White Heat, þá leitaði ég að íslenskum matreiðslumönnum sem hafa gefið út bækur eða gert eitthvað markvert sér til frægðar.
Ég taldi nokkra líklega upp í huganum rétt eins og um kindur væri að ræða og stukku þeir allir yfir tölvuskjáinn minn en einn, sem er kannski sá frægasti stoppaði beint fyrir framan mig og horfði á mig. Ég hugsaði „en Siggi er bara sjónvarpskokkur“ hugsaði ég með mér og mig grunar að einhverir eru að hugsa slíkt hið sama. Jú Siggi er „bara“ sjónvarpskokkur en hver er það ekki, Jamie Oliver?, eða Charlie Trotter? þeir eru báðir sjónvarpskokkar með meiru.
Anton Mosismans er auðvitað ekkert annað en sjónvarpskokkur og allir hinir frægu kokkarnir. Sumir skrifa bækur og komast þannig á kortið, Marco Pierre White varð frægur eftir White Heat, hann var með eina michelin stjörnu fyrir útgáfu bókarinnar (1990) og þrem árum síðar var hann búinn að safna fimm stjörnum fyrir 3 staði og er hann sá yngsti til að ná þeim árangri, þetta er ekkert annað en góð og gild markaðsetning úti í hinum stóra heimi og ætti því að ganga hér líka. Ég er alls ekki að líkja öllum þessum mönnum saman en þeir nota svipaða markaðsetningu, að koma sér í sviðsljósið!
Er Siggi góður kokkur?
Ég spurði eitt sinn matreiðslumann álits, hvort Siggi Hall væri góður kokkur. Þetta var þegar ég var að byrja að læra til matreiðslumanns og langaði í álit annara á þessum annar ágæta manni og auðvitað var ég að leita að því hvort mark væri takandi á þáttum hans. Þessi ágæti matreiðslumaður sem inntur var álits svaraði, „Siggi er kanski ekkert betri en hver annar en fáir hafa það að atvinnu að lesa bækur og ferðast um heiminn“, Siggi hefur/hafði það og hann öðlaðist væntanlega mikinn lærdóm af þessari miklu reynslu sinni. Þessi reynsla er álíka jafn mikilvæg eins og aðrir erlendir matreiðslumenn öðlast við sín skrif á bókum og leik í sjónvarpsþáttum.
Siggi er frægur!
Siggi öðlaðist frægð af sjónvarpsþáttum sínum „Að hætti Sigga Hall“ sem sýndir voru á Stöð 2. Þættirnir voru líflegir og skemmtilegir en fyrir framan skjáin safnaðist saman ólíkir hópar fólks allt frá matreiðslumönnum til húsmæðra. Ég horfði sjálfur á Sigga enda voru þættir hans mjög mismunandi ár frá ári og jafnvel viku frá viku. Siggi kenndi húsmæðrum að elda og fór í heimsókn til ýmissa landa og tók hús á mörgum frægum matreiðslumönnum, framreiðslumönnum og víngerðarmönnum sem hann kallaði alla vini sína.
Siggi fór til Lyon til að fylgjast með Bocuse d’Or og tók hús á vinum sínum Pilippe Giradon og Paul Bocuse og voru það mínir uppáhalds þættir og langar mig í þá spólu, reyndar myndi ég versla mér alla þættina ef þeir verða einhverntíman gefnir út á myndbandi. Sjálfsagt hafa þættir hans haft mikið að segja þegar Veitingastaðurinn hans fékk nafnbótina „Einn af 100 bestu í Evrópu“ en auðvitað er það gríðarleg viðurkenning fyrir Veitingastaðinn.
Siggi er flottur kall
Að mínu mati er hann Siggi flottur kall með sitt logo, tvær matreiðslubækur auk allra þáttanna og er enn að, með þáttum sínum 1, 2, og elda. Hann hefur opnað stað sem hann skýrir í höfuðið á sjálfum sér og þessi staður hefur áunnið sér að vera meðal 100 bestu í allri Evrópu. Hann er svo klár „bisness kall“ að hann hefur að sjálfsögðu tekið frá lénið www.siggihall.is en forsíða þess vefseturs hefur geymt setninguna „erum á fullu að undirbúa vefinn okkar, opnum innan skamms“, auðvitað er kallinn bara að taka frá þetta flotta lén sitt til að aðrir steli því ekki og setji upp þar eitthvað annað en þar sem þar á að vera. Hér með er þó skorað á Sigga að opna vefsetur sitt og sinna því að alúð.
Mér finnst að aðrir veitingamenn ættu að taka Sigga Hall sem fordæmi og hækka hjá sér „egóið“ enda er það sem málið snýst um. Ef maður er ekki stoltur af því sem maður er að gera og það sem maður er að gera er ekki það besta, þá getur maður eins sleppt því. Vinsælustu Veitingastaðirnir eru þeir staðir þar sem veitingamenn og eigendur staðarins eru á fullu að koma sér í sviðsljósið með einum eða öðrum hætti.
Þeir sem standa sveittir á bak við eldavélina og það má eingin vita af þeim fá einga gesti á sína staði. Ég held að það geti allir verið sammála þessu enda eru staðir eins og Siggi Hall, Sommelier, Argentína og fleirri staðir í þeim dúr mjög vinsælir og þá kannski og ég endurtek kannski vinsælli en ella fyrir þá snjöllu markaðssetningu. Ég hef ekki enn fengið svar við spurningu minni hvort Siggi sé góður kokkur enda skiptir það ekki öllu máli, við hvað á að miða? er Siggi betri kokkur en ég? eða betri en þú? Eitt er þó ljóst að Siggi Hall er langbesti kokkur á íslandi í markaðsetningu.
© Elvar Örn Reynisson
Matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025