Starfsmannavelta
Er Dóri í Mjóddinni að hætta rekstri í húsnæði Nettó?
Að undanförnum dögum hefur Halldór Þórhallsson matreiðslumaður, eða betur þekktur sem Dóri matsali í Mjódd, verið mikið á milli tannanna á fólki.
Þær fréttir sem ganga núna er að Dóri mun missa plássið sem fyrirtækið hans hefur í húsnæði Nettó, 1. maí næstkomandi, en þetta staðfestir Skúli Magnússon starfsmaður hjá Dóra í samtali við eirikurjonsson.is.
Nettó hefur hug á því að nýta plássið undir verslun sína.
„Ástæðan er ekki erfiðleikar í rekstri eða neitt slíkt. Ástæðan er sú að Nettó vill að Dóri fari til að nýta plássið fyrir eitthvað tengt versluninni.“
Hin umræðan er frekar miður umfjöllun í facebook hópnum Matartips, en þar birtir einn notandi mynd af Fish & Chips rétti frá Dóra sem kostar 2000 krónur og segir að þetta er sennilega dýrasti heimilismatur á Íslandi.
Bendir notandinn á að í Matstöðinni við Höfðabakka 9 er hægt að kaupa fimm rétta heitt hlaðborð á 2.190 krónur og birtir myndir af hlaðborðinu á Matstöðinni og réttinum hjá Dóra til samanburðar.
Facebook færslan:
„Hjá Dóra í mjóddinni sennilega dýrasti heimilismatur á Íslandi. Í desember síðastliðnum keypti ég þennan fisk með sósu og frönskum eins og myndin sýnir í plastbakka með plasthnífapörum á 2000 kr og ekkert meira inn í því, mér fannst það okur og sat við borð með ónæði frá afgreiðslukassa pípi og hávaðaskvaldri.
Daginn eftir fer ég í Matstöðin Höfðabakka 9. og kaupi þar fimm rétta heitt hlaðborð á 2.190 kr eða 190 kr meira en hjá Dóra en munurinn er að þar gast þú borðað eins mikið og þú gast í þig látið, í eins mörgum ferðum og þú vildir, grautur og súpa fyrir eða eftir og svo á eftir kaffi, kökur og ís í eftirrétt og auðvitað eins mikið af því og þú í þig getur látið líka.
Ef þú ferð norður í land þá kostar sami bakki eða sambærilegur skammtur hjá Heitur Matur í Hrísalundi rétt yfir þúsund krónur. Liggur við að það væri ódýrara að rúnta bara norður til að sækja sér í matinn.
Á meðfylgjandi myndum má sjá samanburðinn á skammtinum sem fæst hjá matstöðinni annarsvegar og hjá Dóra hinsvegar. Ekki má gleyma því að matstöðin býður upp á alvöru borðbúnað og gott næði.
Dæmi nú hver fyrir sig.“
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir22 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu







