Freisting
Enn einn slúbbartarýnirinn?
Það er nú meira hvað veitingabransinn þarf að umbera af sjálfskipuðum veitingarýnum. Jónas Kristjánsson er passlega hættur eftir margra ára niðurrifsstarfemi þegar næsti tekur við.
Reyndar er nýjasta „trompið“ í hópi slúbbertarýnara á vegum Mannlífs, en það er hljómborðsleikarinn Hjörtur Howser, sem mun sjá um að gagnrýna matinn hjá veitingahúsum bæjarins.
Hjörtur er þó ólíkur Jónasi að því leitinu til að hann lítur á sig sem almennan neytanda og ætlar að skrifa gagnrýnina út frá þeirri upplifun. Jónas hins vegar lítur á sig sem sérfræðing og hefur oftar en ekki vitnað í hráefni sem var ekki einu sinni til staðar í eldamennskunni.
Hjörtur er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem fer út í veitingahúsagagnrýni. Dr. Gunni hefur verið duglegur að setja inn skráningar á vefinn sinn og ekki hægt að segja annað en að maður reki upp stór augu við þann lestur. Á meðan Matstofan í Borgarnesi fær 8.6 af 10 mögulegum stigum fær Skrúður á Hótel Sögu aðeins 4 stig með skilaboðunum: „Eins gott og tengdó blæddi, annars hefði einkuninn verið enn lægri.“
Auðvita getur maður haft gaman af þessu og allir eiga að geta sagt sína skoðun, en vandamálið með veitingahúsagagnrýni er að hún getur sett heilu staðina á hausinn því það eru svo margir sem taka henni bókstaflega.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt