Freisting
Engin hamborgarabrauð á McDonalds
Viðskiptavinum McDonalds í Kringlunni brá heldur betur í brún um kvöldmatarleytið í gær. Þá var ekki hægt að panta hinn hefðbundna ostborgara þar sem hamborgarabrauðin voru búin.
Framkvæmdarstjórinn segir brauðskortinn ekki tengjast erfiðum efnahagsaðstæðum á nokkurn hátt og vill skrifa brauðleysið á jólafrí opinberra starfsmanna.
Brauðin sem viðskiptavinir McDonalds fá eru innflutt og þarf að framvísa ákveðnum vottorðum til þess að fá þau afgreidd úr tolli. Magnús Ögmundsson framkvæmdarstjóri Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að brauðleysið hafi á engan hátt tengt erfiðum efnahagsaðstæðum Lystar ehf. Erfiðlega hafi gengið að leysa sendinguna úr tolli sem m.a má tengja jólafríum opinberra starfsmanna.
Brauðleysið sneri eingöngu að hinum hefðbundnu ostborgurum sem eru í öðruvísi brauði en aðrir borgarar. Hægt var að panta sér stærri borgara sem eru í brauðum með sesamfræjum á toppnum, en frá þessu er greint frá á fréttavefnum Visir.is
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan