Uppskriftir
Engifersoðin grásleppa
Hráefni
1 kg grásleppa
2 msk ferskur engifer
1 msk hunang
150 g gulrætur
2 rauðlaukar
500 ml vatn
100 ml hvítvín eða mysa
1 peli rjómi
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og takið mestu fituröndina frá. Skerið fiskinn í 3-4 cm bita og kryddið með salti og pipar. Geymið í kæli á meðan engifersoðið er lagað. Brúnið lauk, gulrætur og engifer í potti í 3 mín.
Bætið hunangi, hvítvíni, vatni og rjóma út í, látið sjóða kröftuglega í 10 mín. Setjið fiskinn út í og takið pottinn af hitanum. Látið standa í 6 mín. í pottinum.
Veiðið fiskinn upp úr og látið síðan sjóða í pottinum.
Látið þykkna eftir smekk.
Borið fram með kryddgrjónum.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér