Uppskriftir
Engifersoðin grásleppa
Hráefni
1 kg grásleppa
2 msk ferskur engifer
1 msk hunang
150 g gulrætur
2 rauðlaukar
500 ml vatn
100 ml hvítvín eða mysa
1 peli rjómi
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og takið mestu fituröndina frá. Skerið fiskinn í 3-4 cm bita og kryddið með salti og pipar. Geymið í kæli á meðan engifersoðið er lagað. Brúnið lauk, gulrætur og engifer í potti í 3 mín.
Bætið hunangi, hvítvíni, vatni og rjóma út í, látið sjóða kröftuglega í 10 mín. Setjið fiskinn út í og takið pottinn af hitanum. Látið standa í 6 mín. í pottinum.
Veiðið fiskinn upp úr og látið síðan sjóða í pottinum.
Látið þykkna eftir smekk.
Borið fram með kryddgrjónum.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari

-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle