Uppskriftir
Engifersoðin grásleppa
Hráefni
1 kg grásleppa
2 msk ferskur engifer
1 msk hunang
150 g gulrætur
2 rauðlaukar
500 ml vatn
100 ml hvítvín eða mysa
1 peli rjómi
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og takið mestu fituröndina frá. Skerið fiskinn í 3-4 cm bita og kryddið með salti og pipar. Geymið í kæli á meðan engifersoðið er lagað. Brúnið lauk, gulrætur og engifer í potti í 3 mín.
Bætið hunangi, hvítvíni, vatni og rjóma út í, látið sjóða kröftuglega í 10 mín. Setjið fiskinn út í og takið pottinn af hitanum. Látið standa í 6 mín. í pottinum.
Veiðið fiskinn upp úr og látið síðan sjóða í pottinum.
Látið þykkna eftir smekk.
Borið fram með kryddgrjónum.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt1 dagur síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Frétt4 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna






