Uppskriftir
Engifersoðin grásleppa
Hráefni
1 kg grásleppa
2 msk ferskur engifer
1 msk hunang
150 g gulrætur
2 rauðlaukar
500 ml vatn
100 ml hvítvín eða mysa
1 peli rjómi
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Snyrtið fiskinn og takið mestu fituröndina frá. Skerið fiskinn í 3-4 cm bita og kryddið með salti og pipar. Geymið í kæli á meðan engifersoðið er lagað. Brúnið lauk, gulrætur og engifer í potti í 3 mín.
Bætið hunangi, hvítvíni, vatni og rjóma út í, látið sjóða kröftuglega í 10 mín. Setjið fiskinn út í og takið pottinn af hitanum. Látið standa í 6 mín. í pottinum.
Veiðið fiskinn upp úr og látið síðan sjóða í pottinum.
Látið þykkna eftir smekk.
Borið fram með kryddgrjónum.
Höfundur er Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt21 klukkustund síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði