Pistlar
Engar kokkakonur á food and Fun hátíðinni
Formaður jafnréttisnefndar í Klúbbur matreiðslumeistara / Icelandic Chefs Association lætur að sjálfsögðu í sér heyra þegar svona fréttir berast.
Það er algjörlega óskiljanlegt (samt ekki þekkjandi bransann) að þetta sé stemningin árið 2024. Bara karlar valdir til að elda á þessari hátíð.
Að svona stór og flott hátíð sem Food & Fun Festival er skuli ekki setja sér markmið að hafa konur/kvár með á hátíðinni er til skammar fyrir fagið allt.
En vitiði elsku vinir. Þetta er bara staðan.
Allar flottu kokkakonur þessa heims eru ósýnilegar og ómerkilegar stjórnendum svona hátíða, keppna og almennt bara kollegum sínum, því miður. Þær eru allt of fáar sem fá tækifæri.
Ég sjálf hef verið með alþjóðleg dómararéttindi í matreiðslu síðan 2017. Samt er aldrei hringt í mig.
Heldur bara þennan sama og síðast, eða vin sinn svo hann fái tækifæri.
Ég var einusinni fengin til að dæma en dæmdi ekkert því mér var skipt út fyrir gaur og ég endaði sem aðstoð, uppvask og frágangur, samt kom í fréttum “kynjajafnrétti í dómgæslu” sem var bara lygi og verið að misnota nafnið mitt.
Elsku fólk þetta er blákaldur raunveruleiki okkar kokkakvenna og kvára. Við sjáumst varla. Jú kannski þessar fáu og flottu sem eiga það sannarlega skilið en það eru bara svo mikið fleiri konur og kvárar en þessi sem þið þekkið úr fjölmiðlum. Hinar fengu bara ekki sjéns.
Svona hátíð eins og Food&Fun sem og keppnir, og aðrir viðurðir sem snúast um kokka eru bara svona. Því miður.
En engar áhyggjur ég læt ekki bjóða okkur svona og mun berjast eins lengi og ég get og alltaf láta í mér heyra.
Food&Fun er faginu okkar til skammar að hafa ekki kjark og þor (eða smá nennu) til að huga að jöfnum tækifærum allra til þáttöku.
Mæli bara með að taka ekki þátt í þessu. Það skiptir màli.
Fylgist svo bara spennt með okkur Katla Gunnarsdóttir þessi barátta er bara rétt að byrja.
Höfundur er Ólöf Jakobsdóttir matreiðslumaður
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 klukkustund síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku