Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Elías kokkur opnar litríkan Tacobíl í Reykjanesbæ – Allt seldist upp á fyrsta degi

Birting:

þann

Taco Bless

Elías Örn Friðfinnsson.
Í bakkanum er taco með grilluðum appelsínu kjúklingalærum, sýrðum chilli, pico de gallo, sýrðum rjóma og kóríander

Elías Örn Friðfinnsson matreiðslumaður opnaði glæsilegan og litríkan matarvagn nú á dögunum þar sem boðið er upp á 4 týpur af taco.

Matarvagninn, sem hefur fengið nafnið Taco Bless, er staðsettur við Hafnargötu 38 í Reykjanesbæ. Allt gert frá grunni og taco tegundirnar sem í boði eru, djúpsteiktur þorskur, chorizo hakk, appelsínu kjúklingalæri og djúpsteikt blómkál, ásamt öðru meðlæti.

Taco Bless

Það var listamaðurinn Ethorio sem málaði vagninn

Taco Bless

Elías Örn lærði fræðin sín á Hótel Sögu og var t.a.m. aðstoðarmaður Sigurðar Helgasonar í evrópuriðli Bocuse d’Or. Starfaði í laxveiði húsi við Kjarrá, vann á Grillinu og var vaktstjóri á Kopar.

Taco Bless

3 tegurndir af Taco.
T.v. chorizo hakk taco, taco með appelsínu kjúklingalæri og taco með djúpsteiktum þorski

Fjölskylda Elíasar flutti síðan til Keflavíkur fyrir nokkrum árum síðan og keyptu sér hús þar og fyrst um sinn keyrði hann til Reykjavíkur til að starfa á Kopar. Elías sagði síðan upp störfum á Kopar og hóf störf á Soho.

„Það varð uppselt. Brjálað að gera“

Sagði Elías í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvernig gekk á fyrsta degi.

Hvernig kom það til að opna matavagn?

„Fyrst var það þannig fyrir nokkrum árum síðan að ég talaði við félaga mína Ragnar Aron og Björgvin Ívar um hvort ég mætti ekki taka pop up helgi á barnum þeirra Paddy’s.

Þá voru þeir nýbúnir að selja allt úr eldhúsinu og hættir með mat á staðnum og varð því ekkert úr því. Höfðum svo talað um pop up um einhverja Ljósanóttina en svo var ég að vinna á Soho á þeim tíma og var á vaktinni þannig að ekkert varð úr því.“

Sagði Elías í samtali við veitingageirinn.is

„Nú loksins þremur árum eftir fyrsta samtal okkar um samvinnu, þá opnum við Taco Bless“

Taco Bless matarvagninn er vel tækjabúinn, Bertos grillpanna, tvöfaldur djúpsteikingarpottur, vitamix blender, hitabað, þrjá kæla og afgreiðslu kerfi.

Fylgist með Taco Bless á Instagram hér.

 

Aðsendar myndir: úr einkasafni / Elías Örn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið