Frétt
Eldur kom upp í eldhúsi Sigló hótel
Um hádegisbilið í gær kom upp mikill eldur í nýbyggðu eldhúsi veitingarstaðarins Sunnu sem er hluti af hinu nýja og glæsilega Sigló hótel á Siglufirði.
Fumlaus viðbrögð starfsfólks urðu til þess að betur fór en á horfðist. Hótelið opnaði fyrir aðeins viku síðan en Róbert Guðfinnsson athafnamaður segir stefnt að því að koma eldhúsinu í lag fyrir verslunarmannahelgi, að því er fram kemur á mbl.is.
Einn starfsmaður slasaðist á höndum við að reyna hindra útbreiðslu eldsins og var fluttur á sjúkrahúsið en hann mun ekki vera alvarlega slasaður, segir í frétt á siglo.is.
Eldurinn kom upp í nýjum steikarpotti sem tekinn var í notkun í gærmorgun. Róbert segir í viðtali við mbl.is að eitthvað; galla í pottinum eða mistök, hafa orðið til þess að hann ofhitnaði og það kviknar í feiti. Eldurinn læsti sig í eitthvað fleira en pottinn og rúður sprungu en aðallega var um að ræða reykskemmdir, að sögn Róberts.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Ólafur Björgvinsson fréttamaður á siglo.is. Fleiri myndir er hægt að skoða á vef siglo.is með því að smella hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla