Frétt
Eldur kom upp í eldhúsi Sigló hótel
Um hádegisbilið í gær kom upp mikill eldur í nýbyggðu eldhúsi veitingarstaðarins Sunnu sem er hluti af hinu nýja og glæsilega Sigló hótel á Siglufirði.
Fumlaus viðbrögð starfsfólks urðu til þess að betur fór en á horfðist. Hótelið opnaði fyrir aðeins viku síðan en Róbert Guðfinnsson athafnamaður segir stefnt að því að koma eldhúsinu í lag fyrir verslunarmannahelgi, að því er fram kemur á mbl.is.
Einn starfsmaður slasaðist á höndum við að reyna hindra útbreiðslu eldsins og var fluttur á sjúkrahúsið en hann mun ekki vera alvarlega slasaður, segir í frétt á siglo.is.
Eldurinn kom upp í nýjum steikarpotti sem tekinn var í notkun í gærmorgun. Róbert segir í viðtali við mbl.is að eitthvað; galla í pottinum eða mistök, hafa orðið til þess að hann ofhitnaði og það kviknar í feiti. Eldurinn læsti sig í eitthvað fleira en pottinn og rúður sprungu en aðallega var um að ræða reykskemmdir, að sögn Róberts.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Ólafur Björgvinsson fréttamaður á siglo.is. Fleiri myndir er hægt að skoða á vef siglo.is með því að smella hér.
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt6 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn4 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni5 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir3 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






