Frétt
Eldur kom upp í eldhúsi Sigló hótel
Um hádegisbilið í gær kom upp mikill eldur í nýbyggðu eldhúsi veitingarstaðarins Sunnu sem er hluti af hinu nýja og glæsilega Sigló hótel á Siglufirði.
Fumlaus viðbrögð starfsfólks urðu til þess að betur fór en á horfðist. Hótelið opnaði fyrir aðeins viku síðan en Róbert Guðfinnsson athafnamaður segir stefnt að því að koma eldhúsinu í lag fyrir verslunarmannahelgi, að því er fram kemur á mbl.is.
Einn starfsmaður slasaðist á höndum við að reyna hindra útbreiðslu eldsins og var fluttur á sjúkrahúsið en hann mun ekki vera alvarlega slasaður, segir í frétt á siglo.is.
Eldurinn kom upp í nýjum steikarpotti sem tekinn var í notkun í gærmorgun. Róbert segir í viðtali við mbl.is að eitthvað; galla í pottinum eða mistök, hafa orðið til þess að hann ofhitnaði og það kviknar í feiti. Eldurinn læsti sig í eitthvað fleira en pottinn og rúður sprungu en aðallega var um að ræða reykskemmdir, að sögn Róberts.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Ólafur Björgvinsson fréttamaður á siglo.is. Fleiri myndir er hægt að skoða á vef siglo.is með því að smella hér.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt