Frétt
Eldur kom upp í eldhúsi Sigló hótel
Um hádegisbilið í gær kom upp mikill eldur í nýbyggðu eldhúsi veitingarstaðarins Sunnu sem er hluti af hinu nýja og glæsilega Sigló hótel á Siglufirði.
Fumlaus viðbrögð starfsfólks urðu til þess að betur fór en á horfðist. Hótelið opnaði fyrir aðeins viku síðan en Róbert Guðfinnsson athafnamaður segir stefnt að því að koma eldhúsinu í lag fyrir verslunarmannahelgi, að því er fram kemur á mbl.is.
Einn starfsmaður slasaðist á höndum við að reyna hindra útbreiðslu eldsins og var fluttur á sjúkrahúsið en hann mun ekki vera alvarlega slasaður, segir í frétt á siglo.is.
Eldurinn kom upp í nýjum steikarpotti sem tekinn var í notkun í gærmorgun. Róbert segir í viðtali við mbl.is að eitthvað; galla í pottinum eða mistök, hafa orðið til þess að hann ofhitnaði og það kviknar í feiti. Eldurinn læsti sig í eitthvað fleira en pottinn og rúður sprungu en aðallega var um að ræða reykskemmdir, að sögn Róberts.
Meðfylgjandi mynd tók Jón Ólafur Björgvinsson fréttamaður á siglo.is. Fleiri myndir er hægt að skoða á vef siglo.is með því að smella hér.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu






