Viðtöl, örfréttir & frumraun
Elduðu margréttaða máltíð fyrir bandarísk hjón
Bandarísk hjón sendu beiðni á veitingastaðinn Torgið á Siglufirði um að elda margréttaða máltíð. Hjónin gistu á Sigló hótel og fóru meðal annars á Síldarsafnið og voru yfir sig hrifin af Siglufirði, en þau eru á ferðalagi um Ísland í tvær vikur.
Beðið var sjávarréttarveislu og var það auðsótt mál.
Matseðillinn var á þessa leið:

Siglfirðingur.
Ein vinsælasta pizza Torgsins, Siglfirðingur, þorskur, rækjur, chilliflögur, rauðlaukur, hvítlauksolía og piparblanda.
Borin fram sem míni pizza á litlum disk.
Um Torgið
Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.
Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga.
Matseðillinn á hlaðborðinu er fjölbreyttur og þar má finna kjúklinga-, lambakjöts-, svínakjöts-, pasta- eða fiskrétti. Enginn dagur er eins. Ekki missa af góðri stund í hádeginu á Torginu.
Kvöldmatseðillinn höfðar til allra. Gómsætar pizzur, hamborgarar, salöt, smáréttir ofl.
Á töflunni kennir ýmissa grasa þar sem girnilegir réttir dagsins eru í boði, fiskur og franskar (Fish & chips), nautasteik, vegan réttir o.fl.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?












