Viðtöl, örfréttir & frumraun
Elduðu margréttaða máltíð fyrir bandarísk hjón
Bandarísk hjón sendu beiðni á veitingastaðinn Torgið á Siglufirði um að elda margréttaða máltíð. Hjónin gistu á Sigló hótel og fóru meðal annars á Síldarsafnið og voru yfir sig hrifin af Siglufirði, en þau eru á ferðalagi um Ísland í tvær vikur.
Beðið var sjávarréttarveislu og var það auðsótt mál.
Matseðillinn var á þessa leið:

Siglfirðingur.
Ein vinsælasta pizza Torgsins, Siglfirðingur, þorskur, rækjur, chilliflögur, rauðlaukur, hvítlauksolía og piparblanda.
Borin fram sem míni pizza á litlum disk.
Um Torgið
Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.
Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga.
Matseðillinn á hlaðborðinu er fjölbreyttur og þar má finna kjúklinga-, lambakjöts-, svínakjöts-, pasta- eða fiskrétti. Enginn dagur er eins. Ekki missa af góðri stund í hádeginu á Torginu.
Kvöldmatseðillinn höfðar til allra. Gómsætar pizzur, hamborgarar, salöt, smáréttir ofl.
Á töflunni kennir ýmissa grasa þar sem girnilegir réttir dagsins eru í boði, fiskur og franskar (Fish & chips), nautasteik, vegan réttir o.fl.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður












