Pistlar
Eldri félagar í KM | Ferð til Vestmanneyja – Myndir

“Gamlir“ félagar í Klúbbi Matreiðslumeistara sem hafa mikla reynslu, en eru enn að læra, flestir eftir fimmtíu ár í bransanum.Félagsskapur góður og skemmtilegur sem fer reglulega í fræðsluferðir.
Þann 7. september fóru 12 eldri félagar í Klúbbi Matreiðslumeistara í dagsferð til Vestmanneyja á 15 manna rútu frá Bílaleigu Akureyrar þar sem Hilmar hélt um stýri. Lagt var af stað frá bílastæði Perlunnar klukkan 09:00 og ekið að Landeyjahöfn. Við köllum þetta fræðsluferðir og heimsækjum matartengd fyrirtæki og lærum alltaf mikið.
Hópurinn stoppaði á N1 stöðinni á Hvolsvelli og fengu kaffi og pönnukökur hjá vertinum á staðnum og er það ekki í fyrsta sinn sem hann ber okkur þessar kræsingar.
Síðan var haldið áfram í ferjuna.
Þegar til Vestmanneyja kom, beið okkar Kristján Óskarsson sem var okkar fararstjóri allan daginn og var gersamlega frábær, kunni sögu eyjanna og gossins eins og faðir vorið.
Marhólmar
Fyrsta stoppið var hjá fiskvinnslunni Marhólma þar sem okkur var boðið að smakka framreiðsluvörur úr síld og fleiru sem selt er til Finnlands. Flottar vörur. Þar var heiðurskona sem kallar sig Ragga okkar gestgjafi.
Grímur Kokkur
Því næst var haldið í fiskfyrirtækið Grímur Kokkur sem framleiðir tilbúna fiskrétti fyrir íslenskan markað. Þarna fengum við að smakka frábæra Humarsúpu, fiskbollur og fiskfingur og fleiri tilbúna fiskrétti. Grímur útskýrði tækin og ferilinn í verksmiðjunni sem er mjög áhugaverður.
Sum tækin eru sérhönnuð eftir óskum Gríms. Frábær aðstaða.
Stóðum sautján metrum fyrir ofan heimili Birgis

„…Á einum stað stóðum við sautján metrum fyrir ofan heimili Birgis Pálssonar kenndum við Skútuna í Hafnarfirði.“
Þá var farið í hringferð um Eyjuna þar sem Kristinn útskýrði hina ýmsu staði og sögu þeirra. Nýja hraunið skoðað og þær miklu hamfarir sem þarna áttu sér stað. Á einum stað stóðum við sautján metrum fyrir ofan heimili Birgis Pálssonar kenndum við Skútuna í Hafnarfirði.
Listasmiðja Árna Johnsen
Því næst kíktum við í listasmiðju Árna Johnsen sem er áhugaverður að skoða.
Gos safnið
Þá fórum við í Gossafnið sem var mikil reynsla og er frábærlega sett upp og sýnir hamfarirnar á eyjunni á frábæran hátt. Mikil saga og stórkostlegar myndir.
Slippurinn
Síðast en ekki síst var svo farið á veitingastaðinn Slippurinn. Þar tók á móti okkur Gísli Matthías Auðunsson og móðir hans Katrín Gísladóttir sem eru eigendur að staðnum. Þarna fengum við algerlega frábæran mat og þjónustu og ekki má gleyma hlýlegum stað með frábæra sál. Við fengum heimalagaða rétti úr þangi og harðfisk, Bluefin Tuna eða Bláugga Túnfisk, síðan frábæra fiskisúpu, steiktan þorskhnakka og eftirrétt með skyri og fleiru. Algerlega frábær kvöldverður sem mun ekki gleymast.
Frábær endir á góðum degi.
Myndir
- Listaverkið síðasta kvöldmáltíðin
Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Steinsson matreiðslumeistari.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun