Markaðurinn
Eldhús allra landsmanna færir þér meistarakokkinn beint heim í eldhúsið þitt
Á Íslandi eru ótal góðir veitingastaðir sem hafa fengið frábæra dóma í fjölmiðlum um víða veröld, en á bak við hvern veitingastað standa vaktina frábærir veitingamenn sem hafa borið hróður íslenskrar matarmenningar ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.
Á þessum fordæmalausu tímum sem við og heimurinn allur erum að upplifa í dag þá stendur illa á hjá veitingastöðum, því vegna samkomubanns hafa flestir matsölustaðir lokað, annað hvort að fullu eða að hluta. Margir veitingastaðir bjóða þó upp á heimsendingar og / eða þá að fólk geti sótt matinn beint á staðinn og tekið með heim.
Sjáið meistarakokkana í beinni hér.
Bakó Ísberg hefur ákveðið að leggja á lóðarskálarnar og bjóða Íslendingum upp á þá þjónustu að fá kokkinn beint heim í stofu í gegnum svokallað streymi á Facebooksíðu Bakó Ísberg eða beint frá eldhúsi allra landsmanna.
„Við höfum valið bæði frábæran hóp veitingamanna til að taka þátt í þessu með okkur sem og þekkta ástríðukokka sem munu elda fyrir okkur og kenna okkur eitthvað nýtt á hverjum degi yfir 8 daga tímabil.“
Fyrsta útsendingin hefst þann 15. apríl næstkomandi klukkan 13.00 og verður útsending alla daga á sama tíma nema á sunnudegi. Streymið verður síðan hægt að nálgast á youtube rás Bakó Ísberg sem og á heimasíðu fyrirtækisins.
Dagskráin er spennandi og fjölbreytt en það er enginn annar en Bubbi Morthens sem byrjar þetta skemmtilega verkefni með uppskrift af ofursafanum “Eitur Pési” sem hann telur að muni heldur betur bæta ónæmiskerfi landsmanna.
Hér er dagskráin:
15. 4 – Bubbi Morthens með safann “Eitur Pési“
16. 4 – Friðgeir Ingi Brasserie Eiríksson “ Duck babies“
17. 4 – Knútur Le Kock “Kleinuhringir“
18. 4 – Gunnlaugur Ingason – „kaffidesert með karamellu miðju“
20. 4 – Haukur Már Hauksson Yuzu “Risarækjur”
21. 4 – Rúnar Kokkarnir – “Bleikja“
22. 4 – Viktor Lúxusveitingar – “Nautasteik“
24. 4 – Jói Fel „rjómalagað pasta með grilluðu hvítlauks súrdeigsbrauði“
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina