Markaðurinn
Ekran: Nýtt frá Valrhona
Ekran hóf nýverið sölu á tveimur nýjum tegundum af Grand Cru súkkulaði frá Valrhona.
Caranoa 55% dökkt súkkulaði sem er með keim af saltkaramellu. Mikil vinna var lögð í að finna gott jafnvægi í þessu súkkulaði og má segja að þeim hafi tekist að fullkomna fyrsta dökka súkkulaðið með karamellutónum. Valrhona notar einungis hágæðahráefni sem eru AOP Isigny smjör frá Les Veys, sjávarsalt frá Guérande og Créme Fraiche frá Normandí. Caranoa tónar mjög vel með m.a með perum, apríkósum, hnetum og Armagnac.
Tulakalum er nýtt í Grand Cru de Terroir línunni og kemur frá Belís. Tulakalum er afurð sem kemur úr löngu ferli sem hófst árið 2014. Valrhona er í samstarfi við Maya mountain cacao og koma kakóbaunirnar úr dal sem heimamenn kalla Yamwits sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „ á milli fjalla „. Valrhona gerði samning til 10 ára og hjálpar til við að byggja upp infrastrúktur á svæðinu, gefa vanræktum kakótrjám nýtt líf ásamt því að planta nýjum og byggja upp gistingu starfsfólks á svæðinu.
Tulakalum er 75% dökkt súkkulaði og hefur hátt fituinnihald sem kemur úr kakóbauninni og býður uppá mikla möguleika þegar kemur að eftirréttagerð og konfektgerð. Tulakalum er með snert af sætum kryddum og skarpa sýru og ávaxtatóna. Tulakalum parar vel með anís, mangó, ananas, rabbabara, heslihnetum og sesam.
Valrhona eru stoltir af því að bjóða uppá hágæðasúkkulaði og Tulakalum frá Belís er frábær viðbót í Grand Cru de Terroir línuna sem státar af súkkulaði frá níu löndum hvaðanæva úr heiminum.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






