Frétt
Eitt vinsælasta veitingahús landsins tvöfaldast
Veitingastaður IKEA á Íslandi er einn vinsælasti IKEA veitingastaður í heimi. Nú er svo komið að vinsældirnar eru nánast of miklar og því er verið að tvöfalda staðinn. Það verður hrein viðbót við matsalinn en maturinn á nýja svæðinu verður í fínni kantinum og andrúmsloftið verður afslappaðra.
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir fjárfestinguna nema um sex hundruð milljónum króna. Til gamans má geta að Þórarinn er bakarameistari að mennt.
Líkt og áður segir verður veitingastaðurinn tvöfaldaður en sætum verður fjölgað úr 250 í 500. Þórarinn segir eldri hluta staðarins verða óbreyttan, þar sem áfram verður hægt að fá sér klassísku kjötbollurnar, en notalegri stemning verður í nýja hlutanum.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana