Frétt
Eitt vinsælasta veitingahús landsins tvöfaldast
Veitingastaður IKEA á Íslandi er einn vinsælasti IKEA veitingastaður í heimi. Nú er svo komið að vinsældirnar eru nánast of miklar og því er verið að tvöfalda staðinn. Það verður hrein viðbót við matsalinn en maturinn á nýja svæðinu verður í fínni kantinum og andrúmsloftið verður afslappaðra.
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir fjárfestinguna nema um sex hundruð milljónum króna. Til gamans má geta að Þórarinn er bakarameistari að mennt.
Líkt og áður segir verður veitingastaðurinn tvöfaldaður en sætum verður fjölgað úr 250 í 500. Þórarinn segir eldri hluta staðarins verða óbreyttan, þar sem áfram verður hægt að fá sér klassísku kjötbollurnar, en notalegri stemning verður í nýja hlutanum.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






