Frétt
Eitt vinsælasta veitingahús landsins tvöfaldast
Veitingastaður IKEA á Íslandi er einn vinsælasti IKEA veitingastaður í heimi. Nú er svo komið að vinsældirnar eru nánast of miklar og því er verið að tvöfalda staðinn. Það verður hrein viðbót við matsalinn en maturinn á nýja svæðinu verður í fínni kantinum og andrúmsloftið verður afslappaðra.
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir fjárfestinguna nema um sex hundruð milljónum króna. Til gamans má geta að Þórarinn er bakarameistari að mennt.
Líkt og áður segir verður veitingastaðurinn tvöfaldaður en sætum verður fjölgað úr 250 í 500. Þórarinn segir eldri hluta staðarins verða óbreyttan, þar sem áfram verður hægt að fá sér klassísku kjötbollurnar, en notalegri stemning verður í nýja hlutanum.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is með því að smella hér.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






