Keppni
Einstök White Ale hlýtur æðstu verðlaun í alþjóðlegri bjórkeppni í New York
Einstök Ölgerð hlaut nýverið æðstu verðlaun, tvöfalt gull, á alþjóðlegu bjórkeppninni í New York (e. The 8th annual New York International Beer Competition) fyrir Einstök White Ale í flokki Wit bjóra bruggaðra að Belgískri fyrirmynd (e. Belgian Style Witbier).
Þessi virta keppni sem haldin er einu sinni á ári verðlaunar aðeins þrjá bestu bjórana í þeim 50 flokkum sem keppt er í. Í ár voru yfir 600 bjórar frá 14 löndum sendir til keppni. Til að hljóta tvöfallt gull, þurfa allir dómarar keppninnar sem eru fagfólk í bjórgeiranum, að gefa viðkomandi bjór hæstu mögulegu einkunn. Í ár voru það aðeins 14 bjórar, um 2% innsendinga, sem hlutu þessa æðstu viðurkenningu.
Einstök vann aukinheldur til verðlauna í öllum þeim flokkum sem sent var inn í. Einstök Doppelbock vann gull, Toasted Porter silfur og Arctic Pale Ale, Arctic Berry Ale og Wee Heavy unnu til bronsverðlauna í sínum flokkum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
„Við stefnum hátt og leggjum mikið upp úr gæðum og erum því að vonum afar ánægð með að hljóta þessa gríðarlega mikilvægu viðurkenningu þess frábæra fagfólks sem stendur að þessari mikilsvirtu keppni“
sagði Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Mynd: einstokbeer.com

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni