Vertu memm

Keppni

Einstök White Ale hlýtur æðstu verðlaun í alþjóðlegri bjórkeppni í New York

Birting:

þann

Alþjóðleg bjórkeppni í New York (e. The 8th annual New York International Beer Competition) - Einstök Ölgerð

Einstök Ölgerð hlaut nýverið æðstu verðlaun, tvöfalt gull, á alþjóðlegu bjórkeppninni í New York (e. The 8th annual New York International Beer Competition) fyrir Einstök White Ale í flokki Wit bjóra bruggaðra að Belgískri fyrirmynd (e. Belgian Style Witbier).

Þessi virta keppni sem haldin er einu sinni á ári verðlaunar aðeins þrjá bestu bjórana í þeim 50 flokkum sem keppt er í. Í ár voru yfir 600 bjórar frá 14 löndum sendir til keppni. Til að hljóta tvöfallt gull, þurfa allir dómarar keppninnar sem eru fagfólk í bjórgeiranum, að gefa viðkomandi bjór hæstu mögulegu einkunn. Í ár voru það aðeins 14 bjórar, um 2% innsendinga, sem hlutu þessa æðstu viðurkenningu.

Einstök vann aukinheldur til verðlauna í öllum þeim flokkum sem sent var inn í. Einstök Doppelbock vann gull, Toasted Porter silfur og Arctic Pale Ale, Arctic Berry Ale og Wee Heavy unnu til bronsverðlauna í sínum flokkum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Við stefnum hátt og leggjum mikið upp úr gæðum og erum því að vonum afar ánægð með að hljóta þessa gríðarlega mikilvægu viðurkenningu þess frábæra fagfólks sem stendur að þessari mikilsvirtu keppni“

 

sagði Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Mynd: einstokbeer.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið