Markaðurinn
Einstök Matvara: Skynsamlegir og bragðgóðir valkostir á óvenjulegum tímum
Þessa dagana standa veitingahús, kaffihús og mötuneyti frammi fyrir óvanalegum tímum og flestir hafa þurft að gera breytingar á afgreiðsluháttum hjá sér. Eitt af því er að takmarka það sem er boðið upp á „úr sameiginlegum ílátum“. Því viljum við hjá Einstakri matvöru benda á tvo góða valkosti sem gefa góða og hreina næringu.
Þar er annars vegar um að ræða hafragrauts „pottana“ frá MOMA. Moma er skammstöfun á slagorði fyrirtækisins sem er Making Oats More Awesome – og það er svo sannarlega það sem þau gera.
Hafrar eru frábær fæða, sem eru ríkir af trefjum, járni og steinefnum. Þeir gefa góða fyllingu sem og góða orku út í daginn.
Hver pottur er „sjálfstæður“ eina sem þarf að gera er að fylla upp að merktri línu með heitu vatni, hræra og hinkra í 5 mín – grauturinn er tilbúinn. Hafragrautspottarnir eru til í 6 bragðtegundum og eru tveir af þeim vegan.
Hins vegar er um að ræða fersku Smoothie-ana frá þýska fyrirtækinu True Fruits. Þeir eru eingöngu unnir úr ávöxtum og grænmeti, án allra aukaefna. Í þeim er enginn viðbættur sykur, engin litarefni, engin rotvarnarefni eða önnur ónáttúruleg efni.
True Fruits eru til í fimm tegundum sem bera mismunandi litarheiti, eftir innihaldi sínu Safnarir eru í fallegum 250 ml. glerflöskum sem eru endurvinnanlegar.
Heimasíðan: www.einstokmatvara.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024