Smári Valtýr Sæbjörnsson
Einn flottasti viðburður á Íslandi á næsta leiti
Fyrsta Goût de France eða Góða Frakkland var haldin í fyrra og verður hún endurtekin á mánudaginn 21. mars næstkomandi og er ætlunin að hún verði haldin árlega.
Efnt var til Goût de France / Good France veislunnar, að undirlagi Alains Ducasses, matreiðslumeistara, og Utanríkis- og alþjóðaþróunarráðuneytis Frakklands, til að vekja athygli á frönskum lífsgildum, framleiðslu hvers héraðs og á ferðamennsku í Frakklandi.
1.700 matreiðslumenn, 1.700 matseðlar, 150 sendiráð í 5 heimsálfum
Matarmenningin í Frakklandi dregur til sín fleiri ferðamenn en nokkru sinni fyrr. Árið 1912 stóð Auguste Escoffier fyrir „Dîners d’Épicure“ („kvöldverði fyrir sælkera“), þar sem boðinn var sami matseðill, á sama degi í nokkrum stórborgum heimsins, fyrir eins marga og unnt var. Þessi merkilega hugmynd er endurvakin í Goût de France / Good France og með þátttöku veitingahúsa um allan heim.
Meira en 1.700 matreiðslumenn um víða veröld halda á loft merkjum franskrar matargerðar og áherslu hennar á samneyti og taka saman sérstakan matseðil með réttum sem innblásnir eru af franskri kunnáttu í matargerð.
Veisla í bústað Franska sendiherrans
Með fylgja myndir þegar matreiðslumennirnir sem taka þátt í Goût de France / Good France var boðið nú á dögunum í bústað Franska sendiherrans Philippe O’Quin, en hver matreiðslumeistari kom með einn rétt af fyrirhuguðum matseðli sínum ásamt því að boðið var upp á vín frá Globus.
Þegar viðburðurinn verður haldinn mánudaginn 21. mars nk. í sex veitingahúsum, mun Jónas Oddur Björnsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Haust, á sama tíma, útbúa máltíð fyrir gesti sendiherrans það sama kvöld í bústað hans.
1 kvöldverður í anda franskrar matarhefðar um allan heim
Veitingahúsin, sem þátt taka, eru beðin að setja saman matseðil með eftirfarandi hætti: fordrykkur og snittur, forréttur, aðalréttur, ostar, eftirréttur, frönsk vín og kampavín.
Matseðlarnir byggjast á matseld sem fer hóflega með fitu, sykur og salt og tekur tillit til hollustu og umhverfis. Veitingahúsum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga verðlagningu en hvatt er til að hver þátttakandi láti 5% af innkomunni renna til sjálfstæðra félagasamtaka sem styðja heilbrigði og umhverfi.
Sendiráð Frakklands láta ekki sitt eftir liggja og halda kvöldverði fyrir gesti í bústöðum sendiherranna.
Öll veitingahús í veislunni eru talin upp á vefsíðunni goodfrance.com, (Sjá Íslensku veitingastaðina hér) en um er að ræða margrétta kvöldverð sem framreiddur er samtímis á öllum þeim veitingastöðum sem taka þátt.
Þau veitingahús sem taka þátt hér á Íslandi eru:
- AALTO Bistro – Matreiðslumaður: Sveinn Kjartansson
- Gallery Restaurant – Hotel Holt – Matreiðslumaður: Friðgeir Ingi Eiríksson
- Kitchen & wine – Matreiðslumaður: Hákon Már Örvarsson
- Perlan – Matreiðslumaður: Stefán Eli Stefánsson
- Snaps – Matreiðslumaður: Stefán Melsted
- Vín & Skel – Matreiðslumaður: Arnar Ingi Magnússon
Vissast er að draga ekki lengi að panta borð!
Vídeó
Á facebook síðu Franska sendiráðsins á Íslandi hafa verið birt myndbönd þar sem matreiðslumenn Goût de France útskýra sína matseðla.
Þegar viðburðurinn verður haldinn mánudaginn 21. mars nk. í sex veitingahúsum, mun Jónas Oddur Björnsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Haust, á sama tíma, útbúa máltíð fyrir gesti sendiherrans það sama kvöld í bústað hans.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/gout-de-france/feed/“ number=“5″ ]
Myndir: Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá Franska sendiráðinu.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni14 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro