Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Einn flottasti viðburður á Íslandi á næsta leiti

Birting:

þann

Goût de France / Góða Frakkland - 2016

Matreiðslumennirnir sem taka þátt í Goût de France / Good France í boði í bústað franska sendiherrans.

Frá vinstri: Hákon Már Örvarsson – Kitchen & Wine, Sveinn Kjartansson – AALTO Bistro, Arnar Ingi Magnússon – Vín & Skel, Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands, Stefán Elí Stefánsson – Veitingahúsið Perlan, Friðgeir Ingi Eiríksson – Gallery Restaurant Hótel Holt, Stefán Melsted – Snaps og Jónas Oddur Björnsson.

Fyrsta Goût de France eða Góða Frakkland var haldin í fyrra og verður hún endurtekin á mánudaginn 21. mars næstkomandi og er ætlunin að hún verði haldin árlega.

Efnt var til Goût de France / Good France veislunnar, að undirlagi Alains Ducasses, matreiðslumeistara, og Utanríkis- og alþjóðaþróunarráðuneytis Frakklands, til að vekja athygli á frönskum lífsgildum, framleiðslu hvers héraðs og á ferðamennsku í Frakklandi.

1.700 matreiðslumenn, 1.700 matseðlar, 150 sendiráð í 5 heimsálfum

Matarmenningin í Frakklandi dregur til sín fleiri ferðamenn en nokkru sinni fyrr.  Árið 1912 stóð Auguste Escoffier fyrir „Dîners d’Épicure“ („kvöldverði fyrir sælkera“), þar sem boðinn var sami matseðill, á sama degi í nokkrum stórborgum heimsins, fyrir eins marga og unnt var. Þessi merkilega hugmynd er endurvakin í Goût de France / Good France og með þátttöku veitingahúsa um allan heim.

Meira en 1.700 matreiðslumenn um víða veröld halda á loft merkjum franskrar matargerðar og áherslu hennar á samneyti og taka saman sérstakan matseðil með réttum sem innblásnir eru af franskri kunnáttu í matargerð.

Veisla í bústað Franska sendiherrans

Með fylgja myndir þegar matreiðslumennirnir sem taka þátt í Goût de France / Good France var boðið nú á dögunum í bústað Franska sendiherrans Philippe O’Quin, en hver matreiðslumeistari kom með einn rétt af fyrirhuguðum matseðli sínum ásamt því að boðið var upp á vín frá Globus.

Þegar viðburðurinn verður haldinn mánudaginn 21. mars nk. í sex veitingahúsum, mun Jónas Oddur Björnsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Haust, á sama tíma, útbúa máltíð fyrir gesti sendiherrans það sama kvöld í bústað hans.

1 kvöldverður í anda franskrar matarhefðar um allan heim

Veitingahúsin, sem þátt taka, eru beðin að setja saman matseðil með eftirfarandi hætti:  fordrykkur og snittur, forréttur, aðalréttur, ostar, eftirréttur, frönsk vín og kampavín.

Matseðlarnir byggjast á matseld sem fer hóflega með fitu, sykur og salt og tekur tillit til hollustu og umhverfis. Veitingahúsum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga verðlagningu en hvatt er til að hver þátttakandi láti 5% af innkomunni renna til sjálfstæðra félagasamtaka sem styðja heilbrigði og umhverfi.

Sendiráð Frakklands láta ekki sitt eftir liggja og halda kvöldverði fyrir gesti í bústöðum sendiherranna.

Öll veitingahús í veislunni eru talin upp á vefsíðunni goodfrance.com, (Sjá Íslensku veitingastaðina hér) en um er að ræða margrétta kvöldverð sem framreiddur er samtímis á öllum þeim veitingastöðum sem taka þátt.

Þau veitingahús sem taka þátt hér á Íslandi eru:

  • AALTO Bistro – Matreiðslumaður: Sveinn Kjartansson
  • Gallery Restaurant – Hotel Holt – Matreiðslumaður: Friðgeir Ingi Eiríksson
  • Kitchen & wine – Matreiðslumaður: Hákon Már Örvarsson
  • Perlan – Matreiðslumaður: Stefán Eli Stefánsson
  • Snaps – Matreiðslumaður: Stefán Melsted
  • Vín & Skel – Matreiðslumaður: Arnar Ingi Magnússon

Vissast er að draga ekki lengi að panta borð!

Vídeó

Á facebook síðu Franska sendiráðsins á Íslandi hafa verið birt myndbönd þar sem matreiðslumenn Goût de France útskýra sína matseðla.

Þegar viðburðurinn verður haldinn mánudaginn 21. mars nk. í sex veitingahúsum, mun Jónas Oddur Björnsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Haust, á sama tíma, útbúa máltíð fyrir gesti sendiherrans það sama kvöld í bústað hans.

Fleira tengt efni:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/gout-de-france/feed/“ number=“5″ ]

 

Myndir: Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá Franska sendiráðinu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið