Food & fun
Einn eftirsóttasti kokkur Norðurlanda gestur Grand Restaurant á Food & fun 2014
Matreiðslumaður ársins í Danmörku, árið 2012, Daniel Kruse, er spenntur fyrir samstarfi við íslenska kollega sína næstu daga.
Daniel Kruse, verður gestur Grand Restaurant á Food & Fun hátíðinni sem hófst í gær, miðvikudaginn 26. febrúar. Daniel hefur verið einn eftirsóttasti matreiðslumeistari Norðurlanda og víðar um árabil. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars verði sæmdur titlinum Matreiðslumaður ársins, í Danmörku árið 2012 og varð þriðji í valinu um matreiðslumann norðurlanda á síðasta ári.
Daniel hefur verið yfirmatreiðlsumeistari á Lassen´s Restaurant á Stammershalle hótelinu á dönsku eyjunni Bornholm um árabil og hefur byggt upp gott orðspor fyrir frumlega efnistök á klassísku hráefni. Daniel er spenntur fyrir samstarfinu við íslenska kollega sína og lofar því að það verði upplifun á koma á Grand Restaurant á Food & fun hátíðinni.
Matseðill Grand Restaurant á Food & Fun er eftirfarandi:
Fyrsti réttur
Heitreykt bleikja steinseljurót, fennel og súraldin
Forréttur
Humar, Jerúsalem ætiþystlaís, sólselja og malt
Aðalréttur
Lambahryggvöðvi – hægelduð og steikt grísasíða, blandaðir laukar, soðgljái með eplum og bjór
Eftirréttur
Skyr og sítróna
Seinni eftirréttur
Súkkulaði og hafþyrnisber
Fréttamenn veitingageirans heimsækja Grand restaurant í kvöld og munu deila upplifun sinni í máli og myndum hér á veitingageirinn.is.
Mynd: aðsend/Grand.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan