Viðtöl, örfréttir & frumraun
Einn besti matreiðslumaður á Íslandi gefur út matreiðslubók – Sjáðu sýnishorn úr bókinni hér
Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins um árabil og nú lítur matreiðslubók staðarins dagsins ljós. Áhersla er lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku.
Eldur, framandi krydd, fjölbreytileiki og hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sumac.
Höfundur bókarinnar, matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon, ólst upp á Sauðárkróki. Hann hóf ungur störf við uppvask á sumarhóteli föður síns og heillaðist samstundis af hasarnum og spennunni í eldhúsinu.
Þráinn hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum á Íslandi og erlendis. Hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þráinn hefur verið valinn kokkur ársins hérlendis, keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or og verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.
Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.
Bókina er hægt að kaupa í gegnum heimasíðuna Sumac.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir












