Frétt
Egg og sinnep ekki tilgreind á þorrabakka hjá Múlakaffi
Matvælastofnun varar þá sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi eða eggjum við neyslu á Hjónabakka, þorramatur fyrir tvo frá Múlakaffi. Fyrirtækið Múlakaffi hefur hafið innköllun með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir sinnepi og eggjum stafar ekki hætta af vörunni.
Vörumerki: Múlakaffi
Vöruheiti: Hjónabakki, þorramatur fyrir tvo
Strikanúmer: 5694310450157
Best fyrir dagsetningar: 17.01.2021 og 23.01.2021
Framleiðandi: Múlakaffi
Framleiðsluland: Ísland
Dreifingaraðili: Múlakaffi
Dreifing: Verslanir Krónunnar og Melabúðin
Neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað henni þar sem hún var keypt.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss