Vertu memm

Markaðurinn

Eftirréttur og Konfektmoli ársins 2025 – Skráning hafin

Birting:

þann

Garri heldur keppnina Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins þriðjudaginn 28. október á La Primavera í Hörpu og skráning er hafin.

Alltaf spennandi nýjungar sem koma fram og ótrúlega spennandi bragðsamsetningar og fallegt útlit. Dagurinn er alltaf skemmtilegur og minnistæður.

Þema ársins er carnival

Skylduhráefni fyrir Eftirréttur ársins & Konfektmoli ársins eru þrjú

Cacao Barry Lactée Supérieure 38% – Mjólkursúkkulaði sem er einstaklega fjölhæft í notkun.

Capfruit Fruit Purée d’Ananas – Frosið ananasmauk sem inniheldur engin aukaefni, hvorki litar- né bragðefni, aðeins hreinan, náttúrulegan ávöxt. Bjartur litur og sætt bragð.

NOROHY Vanilla Beans Paste – Úr hreinum vanillubaunum frá Madagaskar. Djúpt, ilmandi bragð. Engin aukefni eða bragðbætiefni.

Í verðlaun er glæsilegt námskeið á vegum Cacao Barry sem gefur einstakt tækifæri til að efla bæði kunnáttu og tengslanet í alþjóðlegu umhverfi. Tækifæri til að dýpka þekkingu sína og læra af fremstu sérfræðingum.

Skráningarfrestur er til og með 20. október 2025.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið