Eftirréttur ársins
Skráningu lokið í keppnina Eftirréttur ársins 2014 – Fullbókað
Búið er að fylla í öll sætin í keppnina Eftirréttur ársins 2014 og hefur því verið lokað fyrir skráningar. Við óskum keppendum alls hins besta í undirbúningi fyrir keppnina og góðs gengis á keppnisdaginn sjálfan.
Eftirréttakeppnin „Eftirréttur ársins” verður haldin fimmtudaginn 30. október á Vox Club á Hilton Nordica Hótel. Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum.
Skráningarfrestur var til 24. október 2014 og aðeins 36 keppendur sem komust að í keppnina að þessu sinni vegna tímatakmarkana á keppnisdag og var reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Nú er svo að uppselt er í keppnina og er hér með skráningu lokið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






