Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eftirminnilegasta máltíðin: „.. ótrúlegt hvað þarf stundum lítið til þess að gleðja mann matarlega“
Ísak Vilhjálmsson matreiðslumaður deilir nú sögu um eftirminnilegustu máltíð sína fyrir lesendur veitingageirans. Fyrst forvitnumst aðeins um hver Ísak er, en hann lærði fræðin sín á Lækjarbrekku á árunum 2006 til 2008 og á Sjávarkjallaranum frá 2008 til 2010.
Ísak hefur meðal annars starfað á veitingastöðunum Fiskfélagið, á námstaðnum sínum sem matreiðslumaður og starfar í dag sem vaktstjóri á Tapashúsinu, en til gamans getið þá starfaði Ísak sem „stage“ á Noma árið 2009 í einn mánuð.
Hver er þín eftirminnilegasta máltíð?
Ég er ekki frá því að sú matarupplifun sem er mér efst í huga núna er það þegar ég og Birkir Örn matreiðslumaður á Fiskfélaginu fórum núna í ágúst í 17 daga veiði og vorum staddir í Kringluvatni við Laxárdalinn. Ætluðum nú bara að borða soðið brauð með hangikjöti í kvöldmatinn, því við vildum ekki veðja á það að veiða okkur til matar en það tók hins vegar ekki langan tíma að setja í einn vænan urriða og ákváðum að nýta hann í matinn. Við vorum með pönnu, prímus, salt, smjör og sítrónu. Djöfull var hann líka góður þessi fiskur hann var nánast ennþá á lífi þegar við skelltum honum á pönnuna í skítaroki, ótrúlegt hvað þarf stundum lítið til þess að gleðja mann matarlega.
En af veitingarstað þá er það líklegast þegar ég fór til London fyrir rétt rúmlega ári til þess að borða á Dabbous hjá Einari Hjalt sem er matreiðslumaður í dag á Satt. Mig dreymir ennþá um alla réttina sem við fengum hjá þessum miklu meisturum, grænertur á nokkra vegu, Iberian svín, besta lúðu rétt sem ég hef á ævinni smakkað og ferskju desertinn sem var alveg mjög einfaldur en ferskjan sjálf fékk algjörlega að njóta sín.
Á næstu vikum ætlar Veitingageirinn.is að birta upplifun fagmanna á eftirminnilegustu máltíðunum þeirra. Vilt þú deila þinni sögu, sendu okkur línu.
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina