Vín, drykkir og keppni
Dýr mistök hjá Dewar’s þegar viskí barst í ána

Dewar’s í Aberfeldy í Skotlandi. Verksmiðjan var stofnuð árið 1898 og er í dag hjarta framleiðslunnar hjá Dewar’s, einum þekktasta viskíframleiðanda Skotlands.
Í Glasgow urðu alvarleg mistök í framleiðsluferli Dewar’s whisky þegar umtalsverðu magni var óvart hleypt út í frárennsliskerfi sem barst þaðan í River Clyde. Heildartjónið nemur um 170 þúsund pundum, eða rúmum 30 milljónum króna.
Atvikið er rakið til bilunar í flutningi á milli kerfa í verksmiðju Dewar’s. Þar fór whisky sem ætlað var í geymslu inn í frárennslislagnir í stað þess að renna í rétt geymsluker og endaði að lokum í ánni.
Umhverfisstofnun Skotlands (SEPA) hefur þegar hafið rannsókn á málinu og bíður ítarlegrar skýrslu frá fyrirtækinu áður en gripið verður til frekari aðgerða.
Erlendir miðlar greindu upphaflega frá því að 5.000 flöskur af 12 ára Dewar’s hefðu verið „skolaðar niður“, en fyrirtækið hafnar því alfarið að um ásetning hafi verið að ræða. Um hafi verið að ræða ófyrirséð og óheppilegt slys.
Málið vekur áhyggjur bæði vegna fjárhagslegs tjóns og hugsanlegra áhrifa á lífríki árinnar. Atvikið undirstrikar mikilvægi strangra öryggisráðstafana í framleiðsluferli stórra drykkjarframleiðenda þar sem mistök geta haft víðtækar afleiðingar.
Mynd: dewars.com
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





