Markaðurinn
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri
Sökum þess að fjöldi veitingamanna er að fara til Stokkhólms næstu helgi á Bartenders Choice Awards, þá vildu Fribbi og Valli í DRYKKUR að nýta tækifærið og skipuleggja heimsókn til Stockholms Bränneri fyrir íslenska veitingamenn, mánudaginn 24. mars milli kl.14.00-15.30 fyrir úrslitin um kvöldið.
Stockholms Bränneri Distillery var stofnað 2015 og er fyrsta kraft eimingarhúsið í Stokkhólmi. Stofnað af hjónunum Calle og Önnu sem einmitt gerðu fyrstu Gin framleiðsluna fyrir brúðkaupið sitt 2015. Calle ætlar að taka á móti íslendingum, sýna þeim framleiðsluna og leyfa hópnum að smakka bæði frábærar vörur sem eru í vörubreidd Drykks í dag og ýmislegt nýtt sem þau hafa verið að láta út á markaðinn.
Stockholms Bränneri var stofnað til að heiðra þeirra eigin norrænu arfleifð. Sérhver vara er handunnin af vandvirkni og unnið með hágæða hráefni.
Heimsókn sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, sérstaklega ef hann er að fara á Bartenders Choice Awards úrslitin í Stokkhólmi.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Frétt2 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur