Markaðurinn
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri
Sökum þess að fjöldi veitingamanna er að fara til Stokkhólms næstu helgi á Bartenders Choice Awards, þá vildu Fribbi og Valli í DRYKKUR að nýta tækifærið og skipuleggja heimsókn til Stockholms Bränneri fyrir íslenska veitingamenn, mánudaginn 24. mars milli kl.14.00-15.30 fyrir úrslitin um kvöldið.
Stockholms Bränneri Distillery var stofnað 2015 og er fyrsta kraft eimingarhúsið í Stokkhólmi. Stofnað af hjónunum Calle og Önnu sem einmitt gerðu fyrstu Gin framleiðsluna fyrir brúðkaupið sitt 2015. Calle ætlar að taka á móti íslendingum, sýna þeim framleiðsluna og leyfa hópnum að smakka bæði frábærar vörur sem eru í vörubreidd Drykks í dag og ýmislegt nýtt sem þau hafa verið að láta út á markaðinn.
Stockholms Bränneri var stofnað til að heiðra þeirra eigin norrænu arfleifð. Sérhver vara er handunnin af vandvirkni og unnið með hágæða hráefni.
Heimsókn sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, sérstaklega ef hann er að fara á Bartenders Choice Awards úrslitin í Stokkhólmi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






