Markaðurinn
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri
Sökum þess að fjöldi veitingamanna er að fara til Stokkhólms næstu helgi á Bartenders Choice Awards, þá vildu Fribbi og Valli í DRYKKUR að nýta tækifærið og skipuleggja heimsókn til Stockholms Bränneri fyrir íslenska veitingamenn, mánudaginn 24. mars milli kl.14.00-15.30 fyrir úrslitin um kvöldið.
Stockholms Bränneri Distillery var stofnað 2015 og er fyrsta kraft eimingarhúsið í Stokkhólmi. Stofnað af hjónunum Calle og Önnu sem einmitt gerðu fyrstu Gin framleiðsluna fyrir brúðkaupið sitt 2015. Calle ætlar að taka á móti íslendingum, sýna þeim framleiðsluna og leyfa hópnum að smakka bæði frábærar vörur sem eru í vörubreidd Drykks í dag og ýmislegt nýtt sem þau hafa verið að láta út á markaðinn.
Stockholms Bränneri var stofnað til að heiðra þeirra eigin norrænu arfleifð. Sérhver vara er handunnin af vandvirkni og unnið með hágæða hráefni.
Heimsókn sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, sérstaklega ef hann er að fara á Bartenders Choice Awards úrslitin í Stokkhólmi.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir