Markaðurinn
Drykkur bætir við óáfengum Americano frá Stockholm Bränneri
Vegna frábærrar velgengni óáfengu kokteilanna frá Stockholm Bränneri hefur Drykkur heildsala ákveðið að stækka vörulínuna og bjóða nú upp á óáfengan Americano. Líkt og með fyrri drykki er bragðgæðunum þannig háttað að erfitt reynist að greina milli áfengra og óáfengra útgáfna, sem hefur reynst stærsti styrkleiki þessarar vinsælu línu.
Stockholm Bränneri er fyrsta handverkseimingarhús Stokkhólms og hefur á síðustu árum skapað sér trausta stöðu fyrir gæði, skýran karakter og skemmtilegt úrval drykkja. Með nýja Americano-drykknum bætist við ferskur kostur fyrir þá sem vilja njóta kokteilmenningar án áfengis.
Í boði eru nú óáfengi Americano, Apero Soda og Paloma ásamt þremur tegundum af gini frá Stockholm Bränneri. Listaverð er 499 krónur en samstarfsaðilar Drykks njóta að sjálfsögðu afsláttar.
Frekari upplýsingar má fá í netfanginu [email protected] eða í síma 517 7500.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað








