Vertu memm

Markaðurinn

Drykkur bætir við óáfengum Americano frá Stockholm Bränneri

Birting:

þann

Vegna frábærrar velgengni óáfengu kokteilanna frá Stockholm Bränneri hefur Drykkur heildsala ákveðið að stækka vörulínuna og bjóða nú upp á óáfengan Americano. Líkt og með fyrri drykki er bragðgæðunum þannig háttað að erfitt reynist að greina milli áfengra og óáfengra útgáfna, sem hefur reynst stærsti styrkleiki þessarar vinsælu línu.

Stockholm Bränneri er fyrsta handverkseimingarhús Stokkhólms og hefur á síðustu árum skapað sér trausta stöðu fyrir gæði, skýran karakter og skemmtilegt úrval drykkja. Með nýja Americano-drykknum bætist við ferskur kostur fyrir þá sem vilja njóta kokteilmenningar án áfengis.

Í boði eru nú óáfengi Americano, Apero Soda og Paloma ásamt þremur tegundum af gini frá Stockholm Bränneri. Listaverð er 499 krónur en samstarfsaðilar Drykks njóta að sjálfsögðu afsláttar.

Frekari upplýsingar má fá í netfanginu [email protected] eða í síma 517 7500.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið