Markaðurinn
Drykkur bætir íslenskum gæðavörum við vöruúrvalið
Thoran Distillery hefur gert samstarfssamning við Drykkur vínheildsölu um sölu og dreifingu á Marberg vörubreiddinni á Íslandsmarkaði frá og með byrjun apríl 2025. Eru báðir aðilar spenntir
fyrir samstarfinu enda fellur Marberg vörubreiddin vel að vöruúrvali Drykkjar og dreifingarneti þess hér á landi.
Á sama tíma gefur það eigendum Marberg meiri sveigjanleika við að einbeita sér að stækkandi framleiðslu og styðja við áframhaldandi útrás erlendis sem hefur farið vel á stað.
Drykkur ehf var stofnað 2013 og hefur vörubreiddin stækkað vel í gegnum árin og er það vilji eigenda þess að halda áfram að stækka vöruúrvalið til að mæta þörf veitingarmanna og halda stöðu sinni að vera einn af lykilbirgjum veitingamanna. Fellur Marberg vörubreiddin vel að því markmiði enda bæði hágæða gin og Bróðinn brennivínið sem mætir þörfum veitingamanna að hafa góða íslenska vöru í boði fyrir gesti sína og á samkeppnishæfu verði við alþjóðlega risa sem eru sterkir hér á markaðnum.
Samhliða þessum breytingum mun Thoran Distillery flytja framleiðslu sína út á Granda í stærra húsnæði þar sem þeir munu bæði stækka framleiðslu sína og um leið bjóða upp á skemmtilega aðstöðu þar sem verður í boði fyrir vinnustaði og túrista hópa að koma í Eimingarhúsa heimsókn.
Einnig verður í boði þar að kaupa vörubreidd þeirra beint frá framleiðslustað.
Mynd: aðsend
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar






