Smári Valtýr Sæbjörnsson
Dögurður á Icelandair hótel Akureyri – Veitingarýni
Á veitingastaðnum Aurora á Icelandair hótel Akureyri er boðið upp á dögurð (brunch) alla sunnudaga allt árið um kring frá klukkan 11:30 – 14:00.
Virkilega vel uppsett og aðgengilegt hlaðborð þar sem mikið úrval er af réttum og kostar herlegheitin 3.690 á mann.
Á boðstólnum var þetta hefbundna pylsur, beikon og eggjahræra, mjög gott, en eggjahræran var frekar blaut og bragðlaus. Nokkrar tegundir af áleggjum og brauði og þeytt smjör sem var of mikið hrært og missti þ.a.l. bragðið af smjörinu.
Lambið var mjög gott, ferskar steiktar kartöflur ekkert frosið drasl sem gefur tóninn á metnaðinum í eldhúsinu. Reykti og grafni laxinn var góður, síldin var beint úr krukkunni, en þar hefði ég nú viljað sjá meiri fjölbreytni, en sjálfur elska ég síld.
Eftirréttirnir voru virkilega girnilegir, súkkulaðigosbrunnur þar sem hægt var að dýfa allskyns ávexti í og sykurpúðum. Súkkulaði og hindberjamús og að auki súkkulaði brownie, kransakökutoppar og Créme brulée. allt mjög gott.
Þjónustan var mjög góð, mikil þjónustulund og aldrei langt í þjóninn.
Þó svo nokkrir hnökrar voru á hlaðborðinu, þá var það yfir heilt mjög gott og mæli með brönsinum á Aurora á Icelandair hótel Akureyri.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
















