Smári Valtýr Sæbjörnsson
Dögurður á Icelandair hótel Akureyri – Veitingarýni
Á veitingastaðnum Aurora á Icelandair hótel Akureyri er boðið upp á dögurð (brunch) alla sunnudaga allt árið um kring frá klukkan 11:30 – 14:00.
Virkilega vel uppsett og aðgengilegt hlaðborð þar sem mikið úrval er af réttum og kostar herlegheitin 3.690 á mann.
Á boðstólnum var þetta hefbundna pylsur, beikon og eggjahræra, mjög gott, en eggjahræran var frekar blaut og bragðlaus. Nokkrar tegundir af áleggjum og brauði og þeytt smjör sem var of mikið hrært og missti þ.a.l. bragðið af smjörinu.
Lambið var mjög gott, ferskar steiktar kartöflur ekkert frosið drasl sem gefur tóninn á metnaðinum í eldhúsinu. Reykti og grafni laxinn var góður, síldin var beint úr krukkunni, en þar hefði ég nú viljað sjá meiri fjölbreytni, en sjálfur elska ég síld.
Eftirréttirnir voru virkilega girnilegir, súkkulaðigosbrunnur þar sem hægt var að dýfa allskyns ávexti í og sykurpúðum. Súkkulaði og hindberjamús og að auki súkkulaði brownie, kransakökutoppar og Créme brulée. allt mjög gott.
Þjónustan var mjög góð, mikil þjónustulund og aldrei langt í þjóninn.
Þó svo nokkrir hnökrar voru á hlaðborðinu, þá var það yfir heilt mjög gott og mæli með brönsinum á Aurora á Icelandair hótel Akureyri.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum