Smári Valtýr Sæbjörnsson
Dögurður á Icelandair hótel Akureyri – Veitingarýni
Á veitingastaðnum Aurora á Icelandair hótel Akureyri er boðið upp á dögurð (brunch) alla sunnudaga allt árið um kring frá klukkan 11:30 – 14:00.
Virkilega vel uppsett og aðgengilegt hlaðborð þar sem mikið úrval er af réttum og kostar herlegheitin 3.690 á mann.
Á boðstólnum var þetta hefbundna pylsur, beikon og eggjahræra, mjög gott, en eggjahræran var frekar blaut og bragðlaus. Nokkrar tegundir af áleggjum og brauði og þeytt smjör sem var of mikið hrært og missti þ.a.l. bragðið af smjörinu.
Lambið var mjög gott, ferskar steiktar kartöflur ekkert frosið drasl sem gefur tóninn á metnaðinum í eldhúsinu. Reykti og grafni laxinn var góður, síldin var beint úr krukkunni, en þar hefði ég nú viljað sjá meiri fjölbreytni, en sjálfur elska ég síld.
Eftirréttirnir voru virkilega girnilegir, súkkulaðigosbrunnur þar sem hægt var að dýfa allskyns ávexti í og sykurpúðum. Súkkulaði og hindberjamús og að auki súkkulaði brownie, kransakökutoppar og Créme brulée. allt mjög gott.
Þjónustan var mjög góð, mikil þjónustulund og aldrei langt í þjóninn.
Þó svo nokkrir hnökrar voru á hlaðborðinu, þá var það yfir heilt mjög gott og mæli með brönsinum á Aurora á Icelandair hótel Akureyri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?