Uppskriftir
Djúsí og safarík kalkúnabringa
Laaaaaaang mest djúsí eldun á kalkún er að setja hann í pækil áður en maður eldar hann. Ég hef verið að þróa þessa uppskrift undanfarin 12 ár og elda kalkúnabringur svona.
Hérna er uppskriftin af pæklinum.
Maður leggur bringurnar í hann kvöldið áður og geymir þær svo yfir nótt í pæklinum inní ísskáp. Þetta er dáltið stór uppskrift sem ég er með hérna en þið getið bara minnkað hana niður eftir því hversu mikið af kalkún þið eruð að elda.
5 stk kalkúnabringur
250 g gróft salt (sjálf nota ég himalæja salt í allt því mér finnst það best á bragðið)
170 g púðursykur
3 lítrar vatn
1 msk svört piparkorn
1 tsk einiber
4 cm rifin engiferrót
4 stk lárviðarlauf
4 stk kanilstangir
3 lítrar ískalt vatn
Aðferð:
Setjið allt hráefnið í pott og hitið þar til saltið og sykurinn er uppleystur. Leyfið vökvanum að kólna og bætið svo ískalda vatninu út í.
Leggið kalkúnabringurnar í vökvann og geymið þær yfir nótt í pæklinum inní ísskáp. Það er líka hægt að leggja þær í pækilinn snemma dags sem þið ætlið að elda þær en ég mæli frekar með hinu.
Takið svo bringurnar upp úr vökvanum og þerrið þær létt.
Eldið þær inní ofni í sirka 40 mínútur á 175° eða þar til kjarnhitinn hefur náð 72°c. Svo er gott að leyfa þeim að standa í svona 10 mínútur áður en þið skerið þær.
Það er líka hægt að gera þetta með heilan kalkún en þá þurfið þið að stækka uppskriftina og elda kalkúninn lengur eftir því hversu stór hann er.
Höfundur: Hrefna Sætran
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast