Freisting
Dill Restaurant valið eitt af 5 bestu veitingahúsum á Norðurlöndum

Í janúar á næsta ári verður valinn besti veitingastaður Norðurlanda á Sölleröd Kro í Danmörku. Bent Christensen (sem gefur út Gudme Raaschou Spiseguide) hefur stofnað „Nordic Prize“ til að verðlauna besta veitingahúsið og dómnefndir eru matreiðslumeistarar og sælkeratímarit.
Hér heima eru Úlfar og Kjartan veitingahúsarýni Gestgjafans m.a. í dómnefnd. Dill Restaurant var kosið meðal 6 veitingahúsa á Íslandi og verður okkar fulltrúi. Frá hinum Norðurlöndum koma bestu staðirnir eins og Bagatelle í Noregi (2* Michelin), Noma í Danmörku (2*), Matthias Dahlgrén í Svíþjóð (2*) og Savoy í Finnlandi sem á það sameiginlegt við Dill að Aavar Alto hefur hannað húsið.
Hægt er að skoða listann í heild sinni með því að smella hér.
Heimasíða Dill: www.dillrestaurant.is
Greint frá á vef vinskolinn.is
Mynd: Matthías Þórarinsson
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins





