Vertu memm

Freisting

Dill Restaurant valið eitt af 5 bestu veitingahúsum á Norðurlöndum

Birting:

þann

Í janúar á næsta ári verður valinn besti veitingastaður Norðurlanda á Sölleröd Kro í Danmörku. Bent Christensen (sem gefur út Gudme Raaschou Spiseguide) hefur stofnað „Nordic Prize“ til að verðlauna besta veitingahúsið og dómnefndir eru matreiðslumeistarar og sælkeratímarit.

Hér heima eru Úlfar og Kjartan veitingahúsarýni Gestgjafans m.a. í dómnefnd.  Dill Restaurant var kosið meðal 6 veitingahúsa á Íslandi og verður okkar fulltrúi.  Frá hinum Norðurlöndum koma bestu staðirnir eins og Bagatelle í Noregi (2* Michelin), Noma í Danmörku (2*), Matthias Dahlgrén í Svíþjóð (2*) og Savoy í Finnlandi sem á það sameiginlegt við Dill að Aavar Alto hefur hannað húsið.

Hægt er að skoða listann í heild sinni með því að smella hér.

Heimasíða Dill: www.dillrestaurant.is

Greint frá á vef vinskolinn.is

Mynd: Matthías Þórarinsson

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið