Freisting
Dill Restaurant valið eitt af 5 bestu veitingahúsum á Norðurlöndum
Í janúar á næsta ári verður valinn besti veitingastaður Norðurlanda á Sölleröd Kro í Danmörku. Bent Christensen (sem gefur út Gudme Raaschou Spiseguide) hefur stofnað „Nordic Prize“ til að verðlauna besta veitingahúsið og dómnefndir eru matreiðslumeistarar og sælkeratímarit.
Hér heima eru Úlfar og Kjartan veitingahúsarýni Gestgjafans m.a. í dómnefnd. Dill Restaurant var kosið meðal 6 veitingahúsa á Íslandi og verður okkar fulltrúi. Frá hinum Norðurlöndum koma bestu staðirnir eins og Bagatelle í Noregi (2* Michelin), Noma í Danmörku (2*), Matthias Dahlgrén í Svíþjóð (2*) og Savoy í Finnlandi sem á það sameiginlegt við Dill að Aavar Alto hefur hannað húsið.
Hægt er að skoða listann í heild sinni með því að smella hér.
Heimasíða Dill: www.dillrestaurant.is
Greint frá á vef vinskolinn.is
Mynd: Matthías Þórarinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics