Frétt
DILL og Dom Perignon snúa saman bökum – Einstakur viðburður 8. júní
DILL Restaurant í Reykjavík og kampavínsframleiðandinn heimsþekkti Dom Perignon taka höndum saman með að skapa einstaka kvöldstund þar sem matreiðslumeistarar DILL para sjö rétti við sjö tegundir af kampavíni frá Dom Perignon.
Matreiðslumenn á DILL þekkja vel mikilvægi næringar og hafa tekið saman höndum til þess að bjóða upp á MATARTÍMA. MATARTÍMI verður haldinn í sjötta skiptið í Reykjavík. Dom Perignon er eitt þekktasta vörumerkið í kampavínum heimsins og verða nokkur af sjaldgæfustu vínum þeirra í boði og aðeins í þetta eina kvöld.
Eingöngu 30 sæti í boði og er verðið 50 þúsund krónur á einstakling. Klukkan 18:30 hittist hópurinn í fordrykk í hliðarsal KEX Hostel en salurinn heitir Gym&Tonic. Klukkan 19:00 er ekið frá KEX Hostel á staðinn sem viðburðurinn fer fram.
Bókið með að ýta hér á þennan einstaka viðburð.
Matseðillinn:
- Kræklingur, gúrka og vatnakarsi.
- Grafin Keila, svartur hvítlaukur og grænkál.
- Gerjuð rófa, salt fiskur, rúgbrauð.
- Maltað bygg og þurrkaður fiskur.
- Grísasíða nípa og rósa vinagretta.
- Tindur og hunang anno ’15.
- Mysingur, Rauðbeða og Tarragon.
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt