Vertu memm

Keppni

Dessert keppni Arctic Challenge og Ekrunnar

Birting:

þann

Dessert keppni Arctic Challenge og Ekrunnar

Þann 1.október mun Arctic Challenge í samstarfi við Ekruna halda dessert keppni.  Keppnin verður haldin í Verkmenntaskóla Akureyrar og það stendur öllum til boða að taka þátt sem hafa áhuga.

Einu skilyrðin eru að vera félagsmaður Arctic Challenge og umsækjendur geta slegið tvær flugur í einu höggi með því að skrá sig í keppni ásamt skrá sig sem félagsmenn.  Skráningin fer fram á heimasíðu Arctic Challenge  undir “hafa samband” og á undirsíðunni “skráning í keppni”.

Heimasíða: www.arcticchallenge.is

Þegar sótt er um í keppnina fá keppendur tölvupóst með frekari upplýsingum og keppnisreglum.  Þannig fá keppendur meiri tíma fyrir undirbúningsvinnu. Ekran mun sjá um að skaffa keppendum eitt af lykilhráefnunum sem skilyrði er að nota í keppni.

Opið verður fyrir almenning en allir keppnis eftirréttir verða til sýnis.

Keppendur fá Valrhona súkkulaði frá Ekrunni en Valrhona er með ansi breiða línu af gæða súkkulaði, sem skoða má á heimasíðunni ekran.is.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið