Nemendur & nemakeppni
Dekrað við KM meðlimi á Norðurlandi

Matreiðslunemar í 2. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri ásamt kennurunum Theódór Sölva Haraldssyni til vinstri og Ara Hallgrímssyni til hægri.
Þriðjudaginn 10. apríl hélt Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi sinn mánaðarlegan fund í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Matseldin sem og framreiðslan var í höndum nemenda matvælabrautar VMA þ.e. matreiðslunemar í 2. bekk sáu um matinn en nemendur í grunndeildinni sáu um þjónustuna.
„Matreiðslunemarnir smíðuðu matseðilinn í sameiningu og síðar var þeim skipt upp í fjóra hópa þar sem hver hópur bar ábyrgð á einum rétti. Undirbúningur stóð yfir í nokkrar vikur og myndaðist mjög góð stemmning í hópnum.
Nemarnir lögðust í mikla undirbúningsvinnu og voru margar prufur gerðar á mismunandi útfærslum á hráefni. Þar sem verkefnið er talsvert kostnaðarsamara en dæmigerð kennslustund og miðaverði til klúbbmeðlima stillt í hóf, fengu nemarnir fyrirtækin Kjarnafæði og Garra til að styrkja sig með því að gefa hráefni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Mjög góð mæting var á fundinn og var gerður góður rómur bæði að veitingum sem og þjónustu.“
Sagði Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA í samtali við veitingageirinn.is.
Girnilegur matseðill var í boði fyrir Klúbb matreiðslumanna Norðurlands:
Forréttur 1

Endurbyggð gæsa snitta.
Reykt og grafin gæs, valhnetur og bjórmús, brennt hvítkálskrem, bláberjasulta, sýrður perlulaukur, sýrð bláber, karamellað valhnetuduft og rauðrófu, hindberja og engifer nitro. Borið fram undir þurrkuðum brauðhólk og ætiblómum.
Forréttur 2

Hörpuskel, bláskel og humar, svart Tuille krisp, blómkáls og fennel mauk, kampavíns saffran sósa með dill olíu.
Aðalréttur

Lamb á tvo vegu:
Lambakóróna og fille með villisveppahjúp, gratin dauphinois, sveppasulta, myntu-ertumauk, smágulrætur á tvo vegu og lamba-glaze.
Eftirréttur

Svissneskur marengs og bláberjaskúffukaka með bláberjacoulis, hafracrumble, myntukavíar og jarðarber í anís-kanilsírópi.
Myndir tók Ari Hallgrímsson.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir