Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Dekrað við KM meðlimi á Norðurlandi

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Matreiðslunemar í 2. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri ásamt kennurunum Theódór Sölva Haraldssyni til vinstri og Ara Hallgrímssyni til hægri.

Þriðjudaginn 10. apríl hélt Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi sinn mánaðarlegan fund í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Matseldin sem og framreiðslan var í höndum nemenda matvælabrautar VMA þ.e. matreiðslunemar í 2. bekk sáu um matinn en nemendur í grunndeildinni sáu um þjónustuna.

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Nemendur í grunndeildinni sáu um þjónustuna

„Matreiðslunemarnir smíðuðu matseðilinn í sameiningu og síðar var þeim skipt upp í fjóra hópa þar sem hver hópur bar ábyrgð á einum rétti. Undirbúningur stóð yfir í nokkrar vikur og myndaðist mjög góð stemmning í hópnum.

Nemarnir lögðust í mikla undirbúningsvinnu og voru margar prufur gerðar á mismunandi útfærslum á hráefni. Þar sem verkefnið er talsvert kostnaðarsamara en dæmigerð kennslustund og miðaverði til klúbbmeðlima stillt í hóf, fengu nemarnir fyrirtækin Kjarnafæði og Garra til að styrkja sig með því að gefa hráefni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Mjög góð mæting var á fundinn og var gerður góður rómur bæði að veitingum sem og þjónustu.“

Sagði Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA í samtali við veitingageirinn.is.

Girnilegur matseðill var í boði fyrir Klúbb matreiðslumanna Norðurlands:

Forréttur 1

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Endurbyggð gæsa snitta.
Reykt og grafin gæs, valhnetur og bjórmús, brennt hvítkálskrem, bláberjasulta, sýrður perlulaukur, sýrð bláber, karamellað valhnetuduft og rauðrófu, hindberja og engifer nitro. Borið fram undir þurrkuðum brauðhólk og ætiblómum.

Forréttur 2

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Hörpuskel, bláskel og humar, svart Tuille krisp, blómkáls og fennel mauk, kampavíns saffran sósa með dill olíu.

Aðalréttur

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Lamb á tvo vegu:
Lambakóróna og fille með villisveppahjúp, gratin dauphinois, sveppasulta, myntu-ertumauk, smágulrætur á tvo vegu og lamba-glaze.

Eftirréttur

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Svissneskur marengs og bláberjaskúffukaka með bláberjacoulis, hafracrumble, myntukavíar og jarðarber í anís-kanilsírópi.

Myndir tók Ari Hallgrímsson.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið