Nemendur & nemakeppni
Dekrað við KM meðlimi á Norðurlandi
Þriðjudaginn 10. apríl hélt Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi sinn mánaðarlegan fund í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Matseldin sem og framreiðslan var í höndum nemenda matvælabrautar VMA þ.e. matreiðslunemar í 2. bekk sáu um matinn en nemendur í grunndeildinni sáu um þjónustuna.
„Matreiðslunemarnir smíðuðu matseðilinn í sameiningu og síðar var þeim skipt upp í fjóra hópa þar sem hver hópur bar ábyrgð á einum rétti. Undirbúningur stóð yfir í nokkrar vikur og myndaðist mjög góð stemmning í hópnum.
Nemarnir lögðust í mikla undirbúningsvinnu og voru margar prufur gerðar á mismunandi útfærslum á hráefni. Þar sem verkefnið er talsvert kostnaðarsamara en dæmigerð kennslustund og miðaverði til klúbbmeðlima stillt í hóf, fengu nemarnir fyrirtækin Kjarnafæði og Garra til að styrkja sig með því að gefa hráefni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Mjög góð mæting var á fundinn og var gerður góður rómur bæði að veitingum sem og þjónustu.“
Sagði Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA í samtali við veitingageirinn.is.
Girnilegur matseðill var í boði fyrir Klúbb matreiðslumanna Norðurlands:
Forréttur 1
Forréttur 2
Aðalréttur
Eftirréttur
Myndir tók Ari Hallgrímsson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt