Nemendur & nemakeppni
Dekrað við KM meðlimi á Norðurlandi
Þriðjudaginn 10. apríl hélt Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi sinn mánaðarlegan fund í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Matseldin sem og framreiðslan var í höndum nemenda matvælabrautar VMA þ.e. matreiðslunemar í 2. bekk sáu um matinn en nemendur í grunndeildinni sáu um þjónustuna.
„Matreiðslunemarnir smíðuðu matseðilinn í sameiningu og síðar var þeim skipt upp í fjóra hópa þar sem hver hópur bar ábyrgð á einum rétti. Undirbúningur stóð yfir í nokkrar vikur og myndaðist mjög góð stemmning í hópnum.
Nemarnir lögðust í mikla undirbúningsvinnu og voru margar prufur gerðar á mismunandi útfærslum á hráefni. Þar sem verkefnið er talsvert kostnaðarsamara en dæmigerð kennslustund og miðaverði til klúbbmeðlima stillt í hóf, fengu nemarnir fyrirtækin Kjarnafæði og Garra til að styrkja sig með því að gefa hráefni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Mjög góð mæting var á fundinn og var gerður góður rómur bæði að veitingum sem og þjónustu.“
Sagði Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA í samtali við veitingageirinn.is.
Girnilegur matseðill var í boði fyrir Klúbb matreiðslumanna Norðurlands:
Forréttur 1
Forréttur 2
Aðalréttur
Eftirréttur
Myndir tók Ari Hallgrímsson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður