Keppni
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
Í dag var Puratos kökukeppnin haldin á vegum ÓJK-ÍSAM á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöllinni.
Alls voru 18 kökur sendar inn, en keppnisfyrirkomulagið var að kakan átti að vera fyrir að lágmarki 6 til 8 manns og innihalda a.m.k. tvær Puratos vörur. Frjálst var með útlit á kökurnar, en kakan átti að vera einfold og getað þolað að standa í kaffostofunni án þess að vera í kæli. Keppnisrétt höfðu þeir sem eru lærðir bakarar, konditorar, matreiðslumenn eða á námssamningi í þessum greinum.
Sjá einnig: Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni
Stig voru gefin fyrir bragð (60%), útlit (30 %) og uppbygging á köku og frágang á uppskrift (10%)
Úrslit urðu þessi:
1. sæti með 24,1 stig var Davíð Freyr Jóhannsson Mosfellsbakari með safaríka sítrónuköku með sítrónu Smoobees.
2. sæti með 23,7 stig var Sigrún Sól Vigfúsdóttir frá Bakarameistaranum með saltkaramelluköku.
3. sæti með 23 stig var Karen Lilja Sveinsdóttir frá Gulla Arnar bakara með kanil-karamellu kaka með ástaraldin og smjörkremi.
Dómarar voru Schmidt Mads Viborg og Kenneth Baker frá Puratos í Danmörku og Sjöfn Þórðardóttir frá Morgunblaðinu.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta sætið, flug og gisting til Give í Danmörku til höfuðstöðvar Puratos í Danmörku.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý







