Keppni
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
Í dag var Puratos kökukeppnin haldin á vegum ÓJK-ÍSAM á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöllinni.
Alls voru 18 kökur sendar inn, en keppnisfyrirkomulagið var að kakan átti að vera fyrir að lágmarki 6 til 8 manns og innihalda a.m.k. tvær Puratos vörur. Frjálst var með útlit á kökurnar, en kakan átti að vera einfold og getað þolað að standa í kaffostofunni án þess að vera í kæli. Keppnisrétt höfðu þeir sem eru lærðir bakarar, konditorar, matreiðslumenn eða á námssamningi í þessum greinum.
Sjá einnig: Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni
Stig voru gefin fyrir bragð (60%), útlit (30 %) og uppbygging á köku og frágang á uppskrift (10%)
Úrslit urðu þessi:
1. sæti með 24,1 stig var Davíð Freyr Jóhannsson Mosfellsbakari með safaríka sítrónuköku með sítrónu Smoobees.
2. sæti með 23,7 stig var Sigrún Sól Vigfúsdóttir frá Bakarameistaranum með saltkaramelluköku.
3. sæti með 23 stig var Karen Lilja Sveinsdóttir frá Gulla Arnar bakara með kanil-karamellu kaka með ástaraldin og smjörkremi.
Dómarar voru Schmidt Mads Viborg og Kenneth Baker frá Puratos í Danmörku og Sjöfn Þórðardóttir frá Morgunblaðinu.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta sætið, flug og gisting til Give í Danmörku til höfuðstöðvar Puratos í Danmörku.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana