Keppni
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
Í dag var Puratos kökukeppnin haldin á vegum ÓJK-ÍSAM á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöllinni.
Alls voru 18 kökur sendar inn, en keppnisfyrirkomulagið var að kakan átti að vera fyrir að lágmarki 6 til 8 manns og innihalda a.m.k. tvær Puratos vörur. Frjálst var með útlit á kökurnar, en kakan átti að vera einfold og getað þolað að standa í kaffostofunni án þess að vera í kæli. Keppnisrétt höfðu þeir sem eru lærðir bakarar, konditorar, matreiðslumenn eða á námssamningi í þessum greinum.
Sjá einnig: Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni
Stig voru gefin fyrir bragð (60%), útlit (30 %) og uppbygging á köku og frágang á uppskrift (10%)
Úrslit urðu þessi:
1. sæti með 24,1 stig var Davíð Freyr Jóhannsson Mosfellsbakari með safaríka sítrónuköku með sítrónu Smoobees.
2. sæti með 23,7 stig var Sigrún Sól Vigfúsdóttir frá Bakarameistaranum með saltkaramelluköku.
3. sæti með 23 stig var Karen Lilja Sveinsdóttir frá Gulla Arnar bakara með kanil-karamellu kaka með ástaraldin og smjörkremi.
Dómarar voru Schmidt Mads Viborg og Kenneth Baker frá Puratos í Danmörku og Sjöfn Þórðardóttir frá Morgunblaðinu.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta sætið, flug og gisting til Give í Danmörku til höfuðstöðvar Puratos í Danmörku.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði