Keppni
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
Í dag var Puratos kökukeppnin haldin á vegum ÓJK-ÍSAM á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöllinni.
Alls voru 18 kökur sendar inn, en keppnisfyrirkomulagið var að kakan átti að vera fyrir að lágmarki 6 til 8 manns og innihalda a.m.k. tvær Puratos vörur. Frjálst var með útlit á kökurnar, en kakan átti að vera einfold og getað þolað að standa í kaffostofunni án þess að vera í kæli. Keppnisrétt höfðu þeir sem eru lærðir bakarar, konditorar, matreiðslumenn eða á námssamningi í þessum greinum.
Sjá einnig: Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni
Stig voru gefin fyrir bragð (60%), útlit (30 %) og uppbygging á köku og frágang á uppskrift (10%)
Úrslit urðu þessi:
1. sæti með 24,1 stig var Davíð Freyr Jóhannsson Mosfellsbakari með safaríka sítrónuköku með sítrónu Smoobees.
2. sæti með 23,7 stig var Sigrún Sól Vigfúsdóttir frá Bakarameistaranum með saltkaramelluköku.
3. sæti með 23 stig var Karen Lilja Sveinsdóttir frá Gulla Arnar bakara með kanil-karamellu kaka með ástaraldin og smjörkremi.
Dómarar voru Schmidt Mads Viborg og Kenneth Baker frá Puratos í Danmörku og Sjöfn Þórðardóttir frá Morgunblaðinu.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta sætið, flug og gisting til Give í Danmörku til höfuðstöðvar Puratos í Danmörku.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







