Keppni
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
Í dag var Puratos kökukeppnin haldin á vegum ÓJK-ÍSAM á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöllinni.
Alls voru 18 kökur sendar inn, en keppnisfyrirkomulagið var að kakan átti að vera fyrir að lágmarki 6 til 8 manns og innihalda a.m.k. tvær Puratos vörur. Frjálst var með útlit á kökurnar, en kakan átti að vera einfold og getað þolað að standa í kaffostofunni án þess að vera í kæli. Keppnisrétt höfðu þeir sem eru lærðir bakarar, konditorar, matreiðslumenn eða á námssamningi í þessum greinum.
Sjá einnig: Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni
Stig voru gefin fyrir bragð (60%), útlit (30 %) og uppbygging á köku og frágang á uppskrift (10%)
Úrslit urðu þessi:
1. sæti með 24,1 stig var Davíð Freyr Jóhannsson Mosfellsbakari með safaríka sítrónuköku með sítrónu Smoobees.
2. sæti með 23,7 stig var Sigrún Sól Vigfúsdóttir frá Bakarameistaranum með saltkaramelluköku.
3. sæti með 23 stig var Karen Lilja Sveinsdóttir frá Gulla Arnar bakara með kanil-karamellu kaka með ástaraldin og smjörkremi.
Dómarar voru Schmidt Mads Viborg og Kenneth Baker frá Puratos í Danmörku og Sjöfn Þórðardóttir frá Morgunblaðinu.
Glæsileg verðlaun fyrir fyrsta sætið, flug og gisting til Give í Danmörku til höfuðstöðvar Puratos í Danmörku.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s