Smári Valtýr Sæbjörnsson
Dauða kanínan verður fulla kanínan
Eigendur barsins sem átti að heita Dead Rabbit hafa ákveðið að breyta nafninu. Nafngiftin vakti hörð viðbrögð hjá eigendum samnefnds staðar í New York en möguleg málsókn er þó ekki ástæða breytinganna að sögn eiganda.
Sjá einnig: “Nafninu Dead Rabbit hefur verið rænt af okkur”
Líkt fram hefur komið hafa opinberar deilur staðið yfir milli eigenda Dead Rabbit í New York og þeirra Ómars Ingimarssonar og Andrésar Björnssonar. Þeir síðarnefndu ætluðu nefnilega að opna samnefndan bar í Austurstræti en fyrrnefndi staðurinn nýtur mikilla vinsælda í New York og hefur komist á nokkra lista yfir bestu bari borgarinnar.
Frétt mbl.is: Telja íslenskan bar vera eftirhermu
Í samtali við New York Daily sögðust eigendurnir í New York m.a. vera að reyna að leita réttar síns.
Í samtali við mbl viðurkenndu þeir Ómar og Andrés að hafa varið mörgum klukkustundum og eytt miklu fé á Dead Rabbit í New York þegar þeir fóru til borgarinnar að skoða bari og veitingastaði til þess að leita eftir innblæstri áður en þeir ákváðu að opna staðinn í Austurstræti.
Frétt mbl.is: Dauða kanínan á Íslandi svarar fyrir sig
Andrés telur að þeir hafi verið í fullum rétti lagalega séð og segir það ekki ástæðuna fyrir breytingunni. „Þó þeir hefðu farið í mál við okkur hefðu þeir aldrei unnið það,“ segir hann og bætir við að þeir hafi frekar viljað byggja upp sína eigin sögu.
Það sé ástæðan fyrir nafnbreytingunni og mun staðurinn því héðan í frá ganga undir nafninu Drunk Rabbit.
Barinn verður þó áfram með írsku þema en nafnið The Dead Rabbit á rætur að rekja til írsks gengis í New York á nítjándu öld sem öðlaðist frægð að nýju í kvikmyndinni „Gangs of New York“ eftir Martin Scorsese.
Andrés segir framkvæmdir á staðnum ganga mjög vel og er stefnt á opnun í byrjun mars.
Greint frá á mbl.is
Myndir: af facebook síðu Dead Rabbit NYC.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni5 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir