Keppni
Darri Már sigraði í Rumble in the Jungle barþjónakeppninni – Myndir
Nú á dögunum fór fram hin árlega Rumble in the Jungle barþjónakeppni sem kokteilstaðurinn Jungle bar heldur árlega og gerði í ár í samstarfi við Jack Daniel‘s.
Hátt í 50 barþjónar sendu inn uppskriftir til að taka þátt sem gerir þetta að einu að stærstu keppni ársins, þar af komust 10 barþjónar í úrslit.
Sjá einnig: Metskráning í Rumble in the Jungle kokteilkeppnina
Dómarnir töluðu um að þetta var erfitt val því mikið að flottum uppskriftum var skilað inn, sem sýnir bæði hvað þróunin í kokteilgeiranum hér heima er komin á flottan stað og komin á heimsmælikvarða.
- Friðbjörn Pálsson (t.h.) Brand Manager Jack Daniels á Íslandi afhendir Darra verðlaunin
- Darri með sigurdrykkinn
Það var Darri Már Magnússon frá nýja veitingastaðnum OTO á Hverfisgötunni sem sigraði í keppninni með drykkinn BahamaBanana.
Siguruppskriftin er eftirfarandi:
45 ml Jack Daniel’s
10 ml Amantillado sherry
170 ml Heimagert sódavatn með kókos, banana, sítrónu og myntu.
Byggt upp í long drink glasi með klökum og skreytt með myntu.
-Uppskrift af sódavatni, blandað saman bananasýrópi, sítrónusafa, kókospúrru og myntuvatni saman og nota aðferð sem kallast “coconut milk clarification” til að gera sódavatnið glært og tært. Kolsýrður í lokinn til að verði sódavatn.
En sökum sódavatnsins þá er kannski erfitt fyrir flesta að gera hann heima, en þessi sigurdrykkur er fáanlegur á OTO út júlí og mælum með að fara og prófa hann.
Í öðru sæti var Jakob Arnarsson frá Kokteilbarnum og í þriðja sæti var Martin Cabejsek frá Kjarval.
Þau 10 sem kepptu voru:
Aron Ellertsson – Tipsy
Atli Baldur – Tipsy
Benjamín Reynir – RVK Cocktails
Daníel Kava – Sushi
Darri Már – Oto
Edda Becker – Fjallkonan
Jakob Arnarson – Kokteilbarinn
Kría Freys – Tipsy
Martin Cabejsek – Kjarval
Sævar Helgi – Tipsy
Dómarar keppninnar voru Jónas Heiðar og Ólafur Andri Benedikson eigendur Jungle Bar og Ýmir Valsson sigurvegar keppninnar í fyrra og yfirbarþjónn á Múlabergi Akureyri. Allt margverðlaunaðir barþjónar.
Eins og góð hefð er þá er mikil stemming á þessum keppnum og var fullt hús að vanda. Í lok keppninnar voru allir keppendur og gestir þeirra áfram í góðu partýstuði, enda enginn annar en DJ Simon Fkndsm sem sá um tónlistina út kvöldið og kokteilserfræðingar Jungle bar með skemmtileg bransatilboð og eins og myndirnar sýna þá var mikil ánægja.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita