Vertu memm

Keppni

Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla

Birting:

þann

Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla

F.v. Hrafnkell Ingi Gissurarson 3. sæti, Daníel Oddsson 1. sæti og Dagur Jakobsson 2. sæti.

Alls tóku 34 barþjónar þátt í keppninni í ár og komust 10 stigahæstu keppendurnir áfram og kepptu til úrslita um að hreppa hinn eftirsótta Bláa Safír.   Úrslitakeppnin fór fram á Petersen Svítunni fimmtudagskvöldið 23. janúar.

Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla

Daníel Oddsson

Daníel Oddsson á Jungle stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins en hann keppti með drykkinn sinn Celery Chap.

Dagur Jakobsson lenti í 2. sæti með drykkinn The Jewel in the Crown og það var hann Hrafnkell Ingi Gissurarson á Skál! sem lenti í 3. sæti með drykkinn sinn Fennel Countdown.

Um Daníel Oddson

„Ég er 27 ára og er yfirbarþjónn á Jungle Cocktailbar. Ég byrjaði að vinna sem þjónn fyrir 10 árum og fann fljótt fyrir áhuga á kokteila gerð og barþjóna mennsku. Ég byrjaði að vinna sem barþjónn full time á Jungle og vann mig upp í yfirmanna stöðu. Ég get ekki séð fyrir að gera neitt annað næstu árin!“

Innblástur drykkjarins:

„Hef gaman að samsetningu á óhefðbundu bragði sem koma skemmtilega á óvart hvað þau fara vel saman. Celery og jarðarber er ein af þeim samsetningum.“

Uppskrift Celery Chap
45ml Jarðaberja infjúsað Bombay Sapphire gin
30ml sellerí sýróp
22,5ml lime safi
3x döss absinthe

Dómarar kvöldsins voru: 

Jónína Unnur Gunnarsdóttir – fyrrum forseti Barþjónaklúbbs Íslands
Þórir Steinn Stefánsson – Mekka Wines & Spirits
Adam Karl Helgason – Matar og kokteila spekúlant
Svavar Helgi Ernuson – Stjórnarmaður í Barþjónaklúbbi Íslands og einn eiganda á Tipsý kokteilbar.

Keppnin var haldin af Mekka Wines & Spirits í samstarfi með Barþjónaklúbbi Íslands.

Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla

Teitur Ridderman Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands

Hér er listi af þeim sem kepptu til úrslita: 

Alexander Jósef Alvarado á Jungle með drykkinn Flo Rida
Allesandro Malanca á Skál með drykkinn Where’s the green?
Dagur Jakobsson á Apótek með drykkinn The Jewel in the Crown
Daníel Oddsson á Jungle með drykkinn Celery Chap
Heimir Morthens á Drykk með drykkinn Mi-So-Hon-Ey
Hrafnkell Ingi Gissurarson á Skál með drykkinn Fennel Countdown
Jakob Alf Arnarson á Gilligogg með drykkinn Glowstone
Kristján Högni á Kalda Bar með drykkinn Hare Kristján
Patrekur Ingi Sigfússon frá Reykjavík Cocktails með drykkinn OK
Róbert Aron Garðarsson Proppé á Drykk með drykkinn In bloom

Með fylgja myndir frá úrslitakvöldinu

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið