Food & fun
Daniel Kruse – Grand hótel
Gestakokkur Grand Restaurant er Daniel Kruse, inngangurinn að matseðlinum er upptalning á svaðalegum ferli þessa mikla snillings, spallaði við hann, svellkaldur og yfirvegaður í miðri keyrslu á nýendurhönnuðum veitingastað Grand Restaurant í Grand hótel við Sigtún, og Grandmenn til lukku með frábæra yfirhalningu á salnum, virkilega vel heppað!
Daniel er margverðlaunaður, hokin af reynslu og mjög spenntur fyrir Food and Fun núna 2014. Daniel hefur verið einn eftirsóttasti matreiðslumeistari Norðurlanda og víðar um árabil. Daniel hefur verið yfirmatreiðlsumeistari á Lassen´s Restaurant á Stammershalle hótelinu og notar þar hráefni úr héraði í bland við klassíkina á frumlegan hátt, sem skilaði sér algjörlag í matseðil kvöldsins, virkilega vel útfærður matur og ekki spillti fagleg þjónusta og góð þekking þjóna í sal á þvi sem á borð var borið.
Food and Fun matseðill:
Milt villbráðarbragð, mjúkt kjötið og stökk rauðrófan, þetta var skemmtileg byrjun
Gott reykbragð, mildur mysukeimur, hæfileg selta, bragðupplifun
Vá þvílíkt nammi, hreint og tært bragð af öllum atriðum, flauelsáferð á steinseljurótarkreminu, vel útfærður réttur
Mildur humar, fallega eldaður, hárnákvæmt jafnvægi, danska nynordiska eldhúsið að sýna klærnar!
Meyrt lamb, svaðalega vel elduð grísasíða, hörkudiskur með skemmtilegum samsetningum, sætir laukar steinlágu sem meðlæti
Alltaf gaman að fá marga eftirrétti, sérstaklega hjá eftirréttasnilling eins og Daniel er. Skyrmús, mjúkur marengs, hvíttsúkkulaði, hárbeitt samsetning, fantagóður
Súkkulaði á 4 vegu, plata, dökk kaka, mús og brennt súkkulaði, berin og passiongel, unaðsleg samsetning, fallegur diskur
/Matthías & frú
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin