Freisting
Cup of Excellence 2007

Þér er boðið að taka þátt í smökkun á vinningskaffi , Cup of Excellence 2007 , í Listasafni Íslands miðvikudagskvöldið 13 . júní 2007, klukkan 20°°
Cup of Excellence, eða Úrvalsbollinn, eru æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir kaffi. 20 alþjóðlegir dómarar velja besta kaffið í hverju framleiðlsulandi fyrir sig. Það er gert með það fyrir augum að auka veg úrvalskaffis, auka tekjur bænda og auðvelda kaupendum að hreppa bestu afurðirnar. Kaffið er selt á Net-uppboði sem er áhrifarík leið til að verðlauna allra bestu kaffibændur fyrir einstaklega vel unnið verk og ástríðu sína.
Við í Kaffitári bjóðum þér og nokkrum sælkerum að smakka á vinningskaffi frá Gvatemala, Níkaragva, Kólumbíu og Brazilíu. Þetta eru allra bestu uppskerur 2007 frá þessum löndum.
Eftir smökkunin mun gestum vera boðið að bragða á sælgæti frá nokkrum bestu sælkeraverslunum landsins. Það eru Fylgifiskar, Ostabúðin, Sandholtsbakarí og Mosfellsbakarí. Dominique í Vinskólanum mun velja gott sumarvín fyrir okkur og Auður í Kokku sýnir okkur eitthvað skemmtilegt sælkeradót.
Þessi fyrirtæki hafa myndað með sér samstarf þar sem við leggjum áherslu á að viðskiptamaðurinn njóti alúðar fagmannsins.
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





