Freisting
Cup of Excellence 2007
Þér er boðið að taka þátt í smökkun á vinningskaffi , Cup of Excellence 2007 , í Listasafni Íslands miðvikudagskvöldið 13 . júní 2007, klukkan 20°°
Cup of Excellence, eða Úrvalsbollinn, eru æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir kaffi. 20 alþjóðlegir dómarar velja besta kaffið í hverju framleiðlsulandi fyrir sig. Það er gert með það fyrir augum að auka veg úrvalskaffis, auka tekjur bænda og auðvelda kaupendum að hreppa bestu afurðirnar. Kaffið er selt á Net-uppboði sem er áhrifarík leið til að verðlauna allra bestu kaffibændur fyrir einstaklega vel unnið verk og ástríðu sína.
Við í Kaffitári bjóðum þér og nokkrum sælkerum að smakka á vinningskaffi frá Gvatemala, Níkaragva, Kólumbíu og Brazilíu. Þetta eru allra bestu uppskerur 2007 frá þessum löndum.
Eftir smökkunin mun gestum vera boðið að bragða á sælgæti frá nokkrum bestu sælkeraverslunum landsins. Það eru Fylgifiskar, Ostabúðin, Sandholtsbakarí og Mosfellsbakarí. Dominique í Vinskólanum mun velja gott sumarvín fyrir okkur og Auður í Kokku sýnir okkur eitthvað skemmtilegt sælkeradót.
Þessi fyrirtæki hafa myndað með sér samstarf þar sem við leggjum áherslu á að viðskiptamaðurinn njóti alúðar fagmannsins.
Fréttatilkynning
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?