Freisting
Cup of Excellence 2007
Þér er boðið að taka þátt í smökkun á vinningskaffi , Cup of Excellence 2007 , í Listasafni Íslands miðvikudagskvöldið 13 . júní 2007, klukkan 20°°
Cup of Excellence, eða Úrvalsbollinn, eru æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir kaffi. 20 alþjóðlegir dómarar velja besta kaffið í hverju framleiðlsulandi fyrir sig. Það er gert með það fyrir augum að auka veg úrvalskaffis, auka tekjur bænda og auðvelda kaupendum að hreppa bestu afurðirnar. Kaffið er selt á Net-uppboði sem er áhrifarík leið til að verðlauna allra bestu kaffibændur fyrir einstaklega vel unnið verk og ástríðu sína.
Við í Kaffitári bjóðum þér og nokkrum sælkerum að smakka á vinningskaffi frá Gvatemala, Níkaragva, Kólumbíu og Brazilíu. Þetta eru allra bestu uppskerur 2007 frá þessum löndum.
Eftir smökkunin mun gestum vera boðið að bragða á sælgæti frá nokkrum bestu sælkeraverslunum landsins. Það eru Fylgifiskar, Ostabúðin, Sandholtsbakarí og Mosfellsbakarí. Dominique í Vinskólanum mun velja gott sumarvín fyrir okkur og Auður í Kokku sýnir okkur eitthvað skemmtilegt sælkeradót.
Þessi fyrirtæki hafa myndað með sér samstarf þar sem við leggjum áherslu á að viðskiptamaðurinn njóti alúðar fagmannsins.
Fréttatilkynning

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri