Frétt
Culiacan Mexican Grill 15 ára
Culiacan hefur verið starfræktur síðan í maí 2003 og hélt því upp á 15 ára afmæli sitt nú í maí síðastliðnum.
Margt hefur breyst í okkar samfélagi á þessum 15 árum. Það skiptir því miklu máli að vera ávallt á tánum og hlusta vel á viðskiptavininn. Í dag snýst mikið orðið um heilsu, veganisma og hreint mataræði. Viðskiptavinurinn er vel upplýstur og veit vel hvað hann setur ofan í sig. Eiginlega má segja að flestir séu orðnir hálfgerðir næringarfræðingar. Veitingastaðir þurfa því ávallt að vanda vel til verka og það hefur Culiacan gert.
Culiacan býður upp á ýmsa gómsæta mexikóska rétti og á annan tug vegan rétta.
„Við fylgjum einnig hreinu matarræði en þá eru mjólkurvörur ekki notaðar og engin aukaefni. Við erum daglega að vinna allt frá grunni. Starfsmenn mæta eldsnemma á hverjum morgni til að gera allt saman klárt fyrir daginn.
Lifandi matseðill er það sem virkar í dag, því reynum við að vera reglulega með nýjungar og stilla okkur jafnvel inn á árstíðirnar. „
Segir Steingerður Þorgilsdóttir framkvæmdastjóri Culiacan í samtali við veitingageirinn.is.
Matseðilinn hefur því gjörbreyst á þeim 15 árum sem staðurinn hefur verið starfræktur. Culiacan hefur verið talsvert að efla veisluþjónustuna, sem er orðin fjölbreytt. Verið er að taka veisluplatta fyrir allskyns veislur og auðvelt er fyrir Culiacan að bjóða upp á vegan rétti. Nú orðið er veganismi í hverri veislu svo mikilvægt er að það sé eitthvað gómsætt fyrir alla.
Steingerður segir meðal annars um að kjörorð Culiacan eru „hrein fæða, hrein samviska“ en þar er hreinleiki hráefnisins ávallt hafður í fyrirrúmi, þar sem allt er unnið frá grunni og bætir við:
„Við erum ekki að kaupa ódýrustu umbúðirnar og ódýrustu hreinlætisvörurnar. Allar okkar einnota “take away” umbúðir eru umhverfisvænar svo og allar hreinlætisvörur sem flestar eru einnig Svansvottaðar.
Til að halda utan um gæðamálin okkar þá höfum við innleitt gæðastaðla eins og ISO9001 og umhverfisstaðinn ISO 14001, með þessu búum við til okkar fyrirtækjamennigu og eru allir samstíga í verkefninu. Við notum eingöngu græna orku og erum með “græna ljósið” frá Orkusölunni.“
En aftur að matnum, í sumar verður boðið upp á sérstakan sumarmatseðil, heimabakað tacos með fimm tegundum eins og laxi, rækjum, nauti, kjúkling og vegan. Þá verður dustað rykið af ofni sem er í eigu Culiacan og hefur ekki verið notaður í nokkur ár og nú á að baka tacos-ið á staðnum fyrir hvern og einn sem mun gera allt miklu betra.
Síðan eru það sumar Margaríturnar sem margir hverjir eru ánægðir með sem hægt er að taka beint úr kæli.
Culican er í eigu þeirra Sólveigar Guðmundsdóttur og Steingerðar Þorgilsdóttur. Sólveig sem er stofnandi hefur dregið sig talsvert til hlés frá rekstri en Steingerður er framkvæmdastjóri Culiacan í dag. Sameiginlegur kraftur þessara tveggja kvenna hefur gert staðinn að því sem hann er í dag.
Heimasíða: www.culiacan.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?