Frétt
COVID-19: Lokun kráa og skemmtistaða framlengd til 27. september
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja tímabundna lokun skemmistaða og kráa til og með sunnudagsins 27. september næstkomandi. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum.
Sjá einnig:
COVID-19: Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað tímabundið
Sem fyrr tekur lokunin til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi.
Samkvæmt fyrri ákvörðun ráðherra sem var einnig í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis gilti lokunin frá 18. september til 21. september og var gripið til hennar vegna mikils fjölda COVID-19 smita sem rekja mátti til kráa og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, dags. 20. september, segir að þar sem ekki hafi tekist að fullu að ná utan um þessa aukningu smita, telji hann brýnt að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir til og með 27. september næstkomandi.
Mynd: stjornarradid.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband