Frétt
COVID-19: Lokun kráa og skemmtistaða framlengd til 27. september
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja tímabundna lokun skemmistaða og kráa til og með sunnudagsins 27. september næstkomandi. Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum.
Sjá einnig:
COVID-19: Skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað tímabundið
Sem fyrr tekur lokunin til kráa og skemmtistaða í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi.
Samkvæmt fyrri ákvörðun ráðherra sem var einnig í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis gilti lokunin frá 18. september til 21. september og var gripið til hennar vegna mikils fjölda COVID-19 smita sem rekja mátti til kráa og skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra,
dags. 20. september, segir að þar sem ekki hafi tekist að fullu að ná utan um þessa aukningu smita, telji hann brýnt að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir til og með 27. september næstkomandi.
Mynd: stjornarradid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






