Vertu memm

Frétt

Cook it raw á Noma – Náttúran í matargerð

Birting:

þann


Stækka mynd

Ellefu af bestu matreiðslumönnum heimsins komu saman á Noma  í Kaupmannahöfn til að elda ekki saman Cook it Raw kvöldið var haldið þann 24.mai síðastliðinn samhliða World Business Summit on Climate Change og var ætlað að vekja athygli á því hvernig hægt væri að “elda” mat með sem minnstri orku samhliða því að nota hráefni beint frá náttúrinni.

Raf-og gasorka er gífurlega kostnaðarsöm og mengandi, því ekki eru allir jafn lánsamir og íslendingar að hafa vatnsfallsorku. Menn leyfðu sér þó að notast við matvinnsluvélar, djúsvélar, töfrasprota og þess háttar.

Farið var með allan hópinn daginn áður til Dragsholm á V-Sjálandi til að tína jurtir sem nota skildi kvöldið eftir. 11 matreiðslumenn með 20 michelin-stjörnur sín á milli skriðu á hnjánum í móanum og týndu til það sem til þurfti á meðan að heimamaðurinn René Redzepi leiðbeindi þeim um lyngið.

Boðsgestir voru matreiðslumenn, veitingahúseigendur, blaðamenn og aðrir fagaðilar frá Danmörku og utan úr heimi og var matseðillinn eftirfarandi.


René Redzepi, Noma
Raw vegetables/bull rush/Fjord shrimps natural
Salad of green strawberries and tree shoots 


Ichiro Kubota, Umu
Langoustines with Kinome pepper and mousse of broad beans
Oyster with Japanese citric dressing
Turbot with 5 spices and venison sauce with Yuzu pepper
2007 Muscadet Sevre et Maine ‘Granite’, Domaine de l’Ecu (Guy Bossard), Loire


Daniel Patterson, Coi
Earth and sea; new harvest potatoes and coastal greens
2006 Tocai Friulano, Roncús, Fiuli Venezia Giulia


Massimo Bottura, La Francescana
 Pollution – 20.30 Modena

 
Claude Bosi, Hibiscous
King crab, pickled cucumber, white miso and beach herbs
2007 Riesling GG ‘Frühlingsplätzchen’, Emrich-Schönleber, Nahe


Dave Chang, Momofuku
Hawthorne, valley buttermilk, apple dashi with Dragsholms herbs
2007 Riesling GG ‘IDIG’, Christmann, Pfalz


Pascal Barbot, L’Astrance
Marinated mackerels, smoked eel and wild angelica
NV (2004) Vin de Table Tourraine ‘SauVignon’, Domaines des Maisons Brulées par B. et M. Augé


Inaki Aizpitarte, Le Chateaubriand
Lobster, pigeon liver, chicken liver, wood sorrel
2006 Grüner Veltliner ‘Spiegel’, Fred Loimer, Kamptal


Davide Scabin, Combal.0
Steak Tartar BC
NV (2007) Rosé Vin du Table ‘Chemin de la brune’, L’Anglore, Rhône


Joachim Wissler, Vendôme
Venison and jellified pumpernickel soup
2006 Blaufränkish ‘Necken Markter’, Moric, (Roland Velich), Burgenland

 
Albert Adrià, El Bulli
40 sec bisquit and sorbet of flowers

Sérstaklega vöktu athygli réttirnir Pollution – 20.30 Modena frá Bottura og Steak Tartar BC frá Davide Scabin. Bottura notast við skötuselslifur, ostrur og skelfisk ásamt strandgróðri, og vekur athygli á mengunarhættunni sem steðjar að æskuslóðum hans. En Scabin einfaldlega reif sundur grófa þræðina úr nautaöxl og bar fram með kavíar.

Með öðrum orðum umhverfisvænt eldhús þar sem einungis lágmarks orku er krafist og ætti að fá menn til hugsunar um hvernig draga megi úr orkunotkun í eldúsum og notast við staðbundið hráefni.

Myndir: Paul Cunningham

/Ragnar

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið