Frétt
Cook it raw á Noma – Náttúran í matargerð
Ellefu af bestu matreiðslumönnum heimsins komu saman á Noma í Kaupmannahöfn til að elda ekki saman Cook it Raw kvöldið var haldið þann 24.mai síðastliðinn samhliða World Business Summit on Climate Change og var ætlað að vekja athygli á því hvernig hægt væri að elda mat með sem minnstri orku samhliða því að nota hráefni beint frá náttúrinni. Raf-og gasorka er gífurlega kostnaðarsöm og mengandi, því ekki eru allir jafn lánsamir og íslendingar að hafa vatnsfallsorku. Menn leyfðu sér þó að notast við matvinnsluvélar, djúsvélar, töfrasprota og þess háttar. Farið var með allan hópinn daginn áður til Dragsholm á V-Sjálandi til að tína jurtir sem nota skildi kvöldið eftir. 11 matreiðslumenn með 20 michelin-stjörnur sín á milli skriðu á hnjánum í móanum og týndu til það sem til þurfti á meðan að heimamaðurinn René Redzepi leiðbeindi þeim um lyngið. Boðsgestir voru matreiðslumenn, veitingahúseigendur, blaðamenn og aðrir fagaðilar frá Danmörku og utan úr heimi og var matseðillinn eftirfarandi.
Sérstaklega vöktu athygli réttirnir Pollution 20.30 Modena frá Bottura og Steak Tartar BC frá Davide Scabin. Bottura notast við skötuselslifur, ostrur og skelfisk ásamt strandgróðri, og vekur athygli á mengunarhættunni sem steðjar að æskuslóðum hans. En Scabin einfaldlega reif sundur grófa þræðina úr nautaöxl og bar fram með kavíar. Með öðrum orðum umhverfisvænt eldhús þar sem einungis lágmarks orku er krafist og ætti að fá menn til hugsunar um hvernig draga megi úr orkunotkun í eldúsum og notast við staðbundið hráefni. Myndir: Paul Cunningham |

-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur